Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 61

Réttur - 01.02.1942, Page 61
kvöld kom hann heim og var mjög æstur: „Hvað heldurðu að ég hafi séð! Stóreflis þýzkan vagn fullan af ostum. Þeir kaupa allt, sem þá langar í. Þeir prenta bankaseðla í milljónatali og borga með iþeim“. Nokkrum vikum síðar heimsótti frú Meunier vin- konu sana. Annetta var allt annað en glöð komu hennar og bað hana um að láta ekki sjá sig aftur á þessum slóðum. Þýzka leynilögreglan bölvaði og hafði í hótunum. Hún hafði meira að segja kom- izt að því, í hvaða kaffihúsi barnið hafði beðið. Hún vissi að kona hafði heimsótt það þar og bæði hefðu farið þaðan hvort í sínu lagi. Á leiðinni heim til sín íhugaöi frú Meunier þá hættu, sem hún hafði steypt sjálfri sér í. Hún velti fyrir sér, þessu fljótræöi sínu. En allt, sem varð á vegi hennar á heimleiðinni, stælti ásetning hennar: mannþyrpingarnar fyrir framan opnar búðirnar, gluggatjöldin í lokuðu búð- unum, bifreiðar Þjóð'verja, sem þutu eftir búlebörð- unum, blástur bifreiðaflautanna, Þórsfánamir, sem blöktu á húsunum. Þegar hún kom inn i eldhúsiö sitt klappaði hún á kollinn á drengnum, eins og til að bjóða hann velkominn í annaö sinn. Bóndi hennar ávítaöi hana fyrir dekrið á drengn- um. Nú þegar hans eigin börn létu ókunna dreng- inn afskiptalausan, lét Meunier geðvonsku sína bitna á honum. Honum fannst allt í einu sem allar vonir hans hefðu orðið að engu. Þar sem drengurinn var hygginn og þögull og gaf honum aldrei ástæðu til typtunar, lagði hann í hann aö saklausu og stóð á því fastara en fótunum, aö það væri ósvífni í aug- unum. á honum. Hann hafði nú auk þess verið svipt- ur síðustu ánægjunni. Hann eyddi enn sem fyrr flestum tómstundum sínum á knæpunni. En nú sölsuðu Þjóðverjar undir sig vélasmiðjuna í enda götunnar, þar sem hann vann. ' 61 t

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.