Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 4

Réttur - 01.01.1948, Page 4
4 RÉTTUR úr gildi fallinn. En mánuð eftir mánuð sat hér amerískur her sem áður, enda þótt það væri skýlaust brot á loforði við- komandi stórveldis. Vér þögðum. Þá brast oss manndóminn í annað sinn. Haustið 1946 fór Bandaríkjastjórn fram á hernaðarleg sér- réttindi á Keflavíkurflugvelli um sex og hálfs árs skeið, eftir að hafa þó fallið frá kröfu um réttindi til íslenzkra stöðva fyrir flug og flota í 99 ár. Vér samþykktum. Þá brast oss manndóminn í þriðja sinn. Raunar er alrangt að tala um „oss“ í öll þessi skipti. Allir vita, að það vorum ekki „vér“, sem hlýddum, þögðum og samþykktum. í engu tilfellanna var þjóðin sjálf spurð ráða. Það var meirihluti kjörinna fulltrúa hennar, sem tók sér það vald að kveða á um þessa örlagaríku afstöðu að henni fornspurðri. Mér er nær að halda, að í öll skiptin hefði þjóðin þekkt sinn vitjunartíma. Vér hljótum því af þessu að draga þá einu hugsanlegu ályktun, þótt hörmuleg sé, að meðal þeirra valdhafa vorra, sem fegurst mæltu í sambandsslitamálinu, hafi furðumargir búið yfir græsku hinnar hættulegustu tegundar: að það hafi verið eitthvað annað en sjálfstæði íslands og siðferðilega myndugt frelsi þjóðarinnar, sem fyrir þeim vakti. Oss verður spurn: Hvað hefðu þessar vígreifu lýðveldis- hetjur frá 17. júní 1944 sagt, ef Danir hefðu í stríðsbyrjun krafið oss um að biðjast herverndar, ef Danir hefðu rofið gerðan samning og haldið áfram hersetu, ef Danir hefðu farið fram á hernaðarleg sérréttindi til lengri eða skemmri tíma? Ég fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um, að þá hefði kveðið við einróma og blákalt nei. En hvað var það þá, sem gert gat slíkar hetjur gagnvart Dönum að sliku i lyddum gagnvart Bandaríkjamönnum? Til þess liggja rök, sem að vísu kunna að teljast afsakanleg frá almennu sjónarmiði auðborgarans, en geta hinsvegar blátt áfram orðið glæpsamleg, þegar um þjóðlega frelsisbar- áttu er að ræða. Þannig var mál með vexti, að styrjöldin

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.