Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 4
4 RÉTTUR úr gildi fallinn. En mánuð eftir mánuð sat hér amerískur her sem áður, enda þótt það væri skýlaust brot á loforði við- komandi stórveldis. Vér þögðum. Þá brast oss manndóminn í annað sinn. Haustið 1946 fór Bandaríkjastjórn fram á hernaðarleg sér- réttindi á Keflavíkurflugvelli um sex og hálfs árs skeið, eftir að hafa þó fallið frá kröfu um réttindi til íslenzkra stöðva fyrir flug og flota í 99 ár. Vér samþykktum. Þá brast oss manndóminn í þriðja sinn. Raunar er alrangt að tala um „oss“ í öll þessi skipti. Allir vita, að það vorum ekki „vér“, sem hlýddum, þögðum og samþykktum. í engu tilfellanna var þjóðin sjálf spurð ráða. Það var meirihluti kjörinna fulltrúa hennar, sem tók sér það vald að kveða á um þessa örlagaríku afstöðu að henni fornspurðri. Mér er nær að halda, að í öll skiptin hefði þjóðin þekkt sinn vitjunartíma. Vér hljótum því af þessu að draga þá einu hugsanlegu ályktun, þótt hörmuleg sé, að meðal þeirra valdhafa vorra, sem fegurst mæltu í sambandsslitamálinu, hafi furðumargir búið yfir græsku hinnar hættulegustu tegundar: að það hafi verið eitthvað annað en sjálfstæði íslands og siðferðilega myndugt frelsi þjóðarinnar, sem fyrir þeim vakti. Oss verður spurn: Hvað hefðu þessar vígreifu lýðveldis- hetjur frá 17. júní 1944 sagt, ef Danir hefðu í stríðsbyrjun krafið oss um að biðjast herverndar, ef Danir hefðu rofið gerðan samning og haldið áfram hersetu, ef Danir hefðu farið fram á hernaðarleg sérréttindi til lengri eða skemmri tíma? Ég fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um, að þá hefði kveðið við einróma og blákalt nei. En hvað var það þá, sem gert gat slíkar hetjur gagnvart Dönum að sliku i lyddum gagnvart Bandaríkjamönnum? Til þess liggja rök, sem að vísu kunna að teljast afsakanleg frá almennu sjónarmiði auðborgarans, en geta hinsvegar blátt áfram orðið glæpsamleg, þegar um þjóðlega frelsisbar- áttu er að ræða. Þannig var mál með vexti, að styrjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.