Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 25

Réttur - 01.01.1948, Page 25
JÓHANNES ÚR KÖTLUM: Överland boðið til íslands i Til er tjald eitt, sem nefnist járntjald. Það kvað vera smíðað af Rússum eins og margt annað merkilegt og sagt er, að það sé að smáfæra sig vestur á bóginn. Nýlega urðu stjórn- arskipti í Tékkóslóvakíu. Nýja stjórnin var mynduð af sama forsætisráðherra og flokkum og hin fyrri, og samkvæmt venjulegum vestrænum þingræðisreglum. Samt brá svo ein- kennilega við, að öll borgarablöð heimsins töldu þennan at- burð hafa skotið Tékkum algerlega austur fyrir járntjaldið. Svona undarleg er náttúra þess. Enda þótt tjald þetta sé úr járni, bendir allt til að það sé furðanlega gagnsætt. Aldrei hafa áróðurspostular auðvalds- ins verið fróðari um alla hluti þar í austurvegi en einmitt síðan það kom til sögunnar. Meginhluti Morgunblaðsins á íslandi er helgaður lýsingum á því, sem gerist fyrir austan þetta járntjald. Það virðist hafa gert Valtý Stefánsson ófresk- an: nú loksins veit hann allt með sanni um þessi fjarlægu slavnesku lönd. Það mígur ekki svo hundur fyrir austan járntjaldið, að hann viti það ekki. Stundum verður sjónin jafnvel svo fjörug, að höfuðborgirnar fljúga úr einu landinu í annað. Svona barnslega frjótt getur ímyndunaraflið orðið, þegar horft er í gegnum þetta undursamlega járntjald. Það er eins og öll önnur þjóðlönd verði þá að engu. En auðvaldið veit, að það skal slyngan penna til að blekkja hugsandi fólk svo að öruggt sé. Járntjaldið og skyggni Valtýs Stefánssonar er ætluð þeim, sem ekki kunna að draga álykt- anir. En þá eru það hinir, sem spyrja og brjóta til mergjar.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.