Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 40

Réttur - 01.01.1948, Page 40
40 RÉTTUR líka og sölsað undir sig herstöðvar víðs vegar um heim. Byrn- es, Brokkes, Deane, Dorner, Dulles, Earle, Eaton, Harwood, Jordan, McMahon og fleiri helztu stórlaxarnir í stjórnmál- um Bandaríkjanna — allt fulltrúar einokunarhringanna í Wall Street — hafa opinberlega krafizt styrjaldar gegn Ráð- stjórnarríkjunum. Taumlaus áróðursbarátta gegn sósíalism- anum er hafin um allan heim. Stórkostlegasta mútuherferð, sém sagan kann frá að greina, er hafin gegn hungruðum þjóðum Vesur-Evrópu með Marshalláætluninni. Fé og her- gögnum er ausið í böðulstjórnir Grikkja og Kínverja. Verið er að kljúfa Þýzkaland í tvennt og semja við eftirlifandi stríðsglæpamenn nazista um endurreisn þýzka hernaðar- auðvaldsins. Búið er að opna landamæri Frakklands og Spánar og taka Franco í sátt við „vestræna lýðræðið“. Og þannig endalaust. Þessi hraða og hræðilega þróun skilst kannski betur, þegar þess er minnst, að auðkóngar Bandaríkjanna grœddu þre- falt meira á styrjaldartímabilinu en á árunum fyrir stríð. Nú er þessum stærstu arðræningjum heimsins Ijóst, að ef friður helzt, komast þeir ekki hjá kreppu og hruni. Hví skyldu þeir þá ekki heldur kjósa nýja styrjöld og enn meiri gróða? Varla stendur á samvizkunni. En þessar og þvílíkar staðreyndir eru nú hættar að skelfa skáldið Arnulf Överland. Um þær þegir hann eins og steinn. Séra Árni sálugi Þórarinsson segir frá gullplötu einni, sem var héraðslæknir Snæfellinga í níutíu ár. Svipaða gullplötu vill nú ameríska auðvaldið leggja við kaun mannkynsins. Hún er snöggtum fínni en járntjaldið þeirra Rússanna. En bak við hana gerist líka ýmislegt fróðlegt. Þegar Truman forseti var fyrst kosinn á þing í Kansas City árið 1934, voru þar teknir gildir 85.000 atkvæðaseðlar, sem engin lifandi manneskja stóð á bak við — voru með öðrum orðum falsaðir. Þessir seðlar urðu hans sigurhrós. í krafti þeirra er hann orðinn forseti. Þetta er svo sem ekk- ert „kommúnistafleipur", heldur staðhæfing Ickes, fyrrver-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.