Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 40

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 40
40 RÉTTUR líka og sölsað undir sig herstöðvar víðs vegar um heim. Byrn- es, Brokkes, Deane, Dorner, Dulles, Earle, Eaton, Harwood, Jordan, McMahon og fleiri helztu stórlaxarnir í stjórnmál- um Bandaríkjanna — allt fulltrúar einokunarhringanna í Wall Street — hafa opinberlega krafizt styrjaldar gegn Ráð- stjórnarríkjunum. Taumlaus áróðursbarátta gegn sósíalism- anum er hafin um allan heim. Stórkostlegasta mútuherferð, sém sagan kann frá að greina, er hafin gegn hungruðum þjóðum Vesur-Evrópu með Marshalláætluninni. Fé og her- gögnum er ausið í böðulstjórnir Grikkja og Kínverja. Verið er að kljúfa Þýzkaland í tvennt og semja við eftirlifandi stríðsglæpamenn nazista um endurreisn þýzka hernaðar- auðvaldsins. Búið er að opna landamæri Frakklands og Spánar og taka Franco í sátt við „vestræna lýðræðið“. Og þannig endalaust. Þessi hraða og hræðilega þróun skilst kannski betur, þegar þess er minnst, að auðkóngar Bandaríkjanna grœddu þre- falt meira á styrjaldartímabilinu en á árunum fyrir stríð. Nú er þessum stærstu arðræningjum heimsins Ijóst, að ef friður helzt, komast þeir ekki hjá kreppu og hruni. Hví skyldu þeir þá ekki heldur kjósa nýja styrjöld og enn meiri gróða? Varla stendur á samvizkunni. En þessar og þvílíkar staðreyndir eru nú hættar að skelfa skáldið Arnulf Överland. Um þær þegir hann eins og steinn. Séra Árni sálugi Þórarinsson segir frá gullplötu einni, sem var héraðslæknir Snæfellinga í níutíu ár. Svipaða gullplötu vill nú ameríska auðvaldið leggja við kaun mannkynsins. Hún er snöggtum fínni en járntjaldið þeirra Rússanna. En bak við hana gerist líka ýmislegt fróðlegt. Þegar Truman forseti var fyrst kosinn á þing í Kansas City árið 1934, voru þar teknir gildir 85.000 atkvæðaseðlar, sem engin lifandi manneskja stóð á bak við — voru með öðrum orðum falsaðir. Þessir seðlar urðu hans sigurhrós. í krafti þeirra er hann orðinn forseti. Þetta er svo sem ekk- ert „kommúnistafleipur", heldur staðhæfing Ickes, fyrrver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.