Réttur


Réttur - 01.01.1948, Side 66

Réttur - 01.01.1948, Side 66
66 RÉTTUR Réttarhöldin í Niirnberg brugðu ljósi yfir þennan þátt í ævistarfi hans. Nánasti samstarfsmaður hans innan frétta- þjónustunnar var maður að nafni Lada-Mocarski, er sömu- leiðis var einn af bankastjórum Schröderbankans, en opin- berlega gegndi embætti hins bandaríska vararæðismanns í Ziirich. Þessi bankastjóri, sem einnig hefur njósnir að at- vinnu, er fæddur í Samarkand og er nú 49 ára að aldri. Þetta nýja og sérkennilega útibú frá Schröderbankanum í Sviss tókst á hendur sama verkefni og Murphy i Frakklandi. Það tók höndum saman við ,,Hitlers-andstöðuna“ í Þýzka- landi. En hvernig andstaða var það? Afturhaldssamir liðs- foringjar, fulltrúar prússnesku gósseigendanna, og sterkustu auðhringanna. Þessir aðilar höfðu, þegar liér var komið, sannfærzt um, að Hitler mundi bíða ósigur fyrir Sovétríkj- unum og unnu nú markvisst að því að undirbúa sitt eigið valdarán. Áætlunin var sú að setja Hitler frá völdum á réttu augnabliki, semja sérfrið við vesturveldin og bjarga þannig þýzku heimsvaldastefnunni frá hruni áður en það væri of seint. í stuttu máli. Samstarfsmenn og erindrekar Allen Dulles í Þýzkalandi var Schacht-Goerdeler klíkan, sem þegar á þeim tíma naut stuðnings iðnaðarkónganna í Ruhr, er þá voru greinilega farnir að eygja hrun það, sem Hitler átti í vænd- um. Schacht var gamall kunningi og „félagi" John Dulles. Sá kunningsskapur var frá þeim tímum, er Dawes-áætlunin varð til, þar sem báðir höfðu haft hönd í bagga. Þeir höfðu einnig unnið saman að fjölda samningagerða, er fjölluðu um fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við Þýzkaland. í samskon- ar erindum hafði John Dulles dvalið í Berlín um tíma árið 1933. Um Goerdeler er það kunnugt, að hann fór til London stuttu áður en stríðið milli Þjóðverja og Englendinga byrj- aði til að koma á leynistarfi við ýmsa brezka aðila. Skjöl Niirnberg réttarhaldanna hafa upplýst það, að frá Sviss

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.