Réttur


Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 12

Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 12
204 RÉTTUR brezkir verkamenn skipulögðu 1918—19 baráttu gegn stríði með „Látið Rússlandi í friði“ að kjörorði, var það stuðn- ingur — fyrst og fremst stuðningur við baráttu þeirra eigin þjóðar fyrir friði, en einnig stuðningur við Ráðstjórnarrík- in. Þegar Thorez eða Togliatti lýsa yfir því, að þjóðir þeirra muni ekki berjast gegn Ráðstjórnarríkjunum (kröftugt lófatak), er það stuðningur — fyrst og fremst stuðningur við verkamenn og bændur á Frakklandi og Italíu, sem heyja baráttu fyrir friði, og einnig stuðningur við friðarviðleitni Ráðstjórnarríkjanna. Þessi gagnkvæmi stuðningur á rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar, að hagsmunir flokks vors brjóta ekki í bág við hagsmuni hinna friðelskandi þjóða, heldur falla einmitt saman við þá. (Kröftugt lófa- tak). Að því er Ráðstjórnarríkin snertir eru hagsmunir þeirra algerlega óaðskiljanlegir frá málstað heimsfriðarins. Flokkur vor getur auðvitað ekki látið sitt eftir liggja gagnvart bræðraflokkunum, og hann verður að sínu leyti að veita þeim og þjóðum þeirra stuðning 1 frelsisbaráttu þeirra og baráttu þeirra fyrir varðveizlu friðarins. Og það er einmitt það, sem hann gerir. (Kröftugt lófatak). Eftir að flokkur vor hafði tekið völdin 1917 og eftir að hann hafði gert raunhæfar ráðstafanir til að afmá kúgun auð- manna og landeigenda, veittu fulltrúar bræðraflokkanna honum nafngift sem vott aðdáunar sinnar á hugprýði og sigrum flokks vors og kölluðu hann „framsveit“ byltingar- aflanna og verkalýðshreyfingarinnar í heiminum. Með þessu voru þeir að láta í ljós þá von, að sigrar „framsveit- arinnar“ mundu stuðla að því að bæta aðstöðu þjóðanna, sem stynja undir oki auðvaldsins. Ég held, að flokkur vor hafi réttlætt þessar vonir, sérstaklega í heimsstyrjöldinni síðari, þegar Ráðstjórnarríkin frelsuðu þjóðir Evrópu og Asíu undan yfirvofandi þrældómsoki fasismans með því að brjóta á bak aftur harðstjórn hins þýzka og japanska fasisma. (Kröftugt lófatak). Það var auðvitað mjög erfitt að gegna þessu heiðurs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.