Réttur


Réttur - 01.08.1952, Side 60

Réttur - 01.08.1952, Side 60
252 RETTUR í höndum Stefáns Jóhanns og félaga hans. I rauninni á flokkurinn engar eignir, heldur er hann gerður út á vegum fyrirtækja, sem lítill hópur afturhaldssamra manna hefur eignarhald á. Nú rétt fyrir kosningar þykir hagkvæmt að reka útgerðina á nafni Hannibals Valdimarssonar, en stefnubreyting hefur því miður engin orðið. — Um ára- mótin skrifuðu þeir báðir yfirlitsgreinar hlið við hlið, Stefán og Hannibal. í þeirri grein lýsti Stefán því yfir að stefna Alþýðuflokksins væri öldungis óbreytt, og alveg sérstak- lega að því er tekur til fyrri yfirlýsinga um að aldrei skuli haft neitt samstarf við sósíalista. Enda hefur sjón verið sögu rikari. Samvinna íhaldsins og Alþýðuflokksins bæði í verkalýðshreyfingunni og á Alþingi hefur aldrei verið innilegri, jafnvel svo að Alþýðuflokkurinn, þar með talinn Hannibal, fella sína eigin menn frá nefndum til þess að kjósa íhaldsmenn. Hannibal hefur nú verið ritstjóri Al- þýðublaðsins um nokkurt skeið, en engrar breytingar hef- ur orðið vart á stefnu blaðsins. — Ein fyrsta pólitíska yfir- lýsingin er máli skiptir, sem Hannibal birti í blaði sínu, var bréf frá Jóni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Alþýðusam- bandsins, skrifað í nafni Alþýðuflokksins. Er bréfið skrifað í tilefni af því, að sameiningarmenn höfðu spurst fyrir um það, hvort Alþýðuflokkurinn væri reiðubúinn til samvinnu í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Jón svaraði fyrir hönd Alþýðuflokksins, að stefnan væri hin sama og áður, að hann vildi undir engum kringumstæðum hafa samvinnu við sósíalista. Síðan var eins og kunnugt er bor- inn fram sameiginlegur listi af hálfu flokka ríkisstjórnar- innar og Alþýðuflokksins. Sjálfur hafði Hannibal nána samvinnu við ríkisstjórnina í verkfallinu og brást þar með þeim trúnaði, sem honum hafði verið sýndur. Þessir mála- voxtir áttu mesta sök á því að ekki náðist meiri árangur í verkfallinu en raun varð á. Eina breytingin, sem orðið hefur, er sú að Hannibal stefnir að meiri samvinnu við Framsóknarflokkinn en

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.