Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 61
RETTUR
253
mögulegt var undir stjórn þeirra Stefáns Jóhanns og Emils
Jónssonar. Svo mjög kveður að þessu að staðið hefur í
samningum um beina samvinnu flokkanna í næstu Al-
þingiskosningum.
Islenzkur her.
Tveir ráðherrar, þeir Hermann Jónasson og Bjarni Bene-
diktsson skrifuðu áramótahugleiðingar í málgögn flokka
sinna, sem þóttu heldur en ekki tíðindum sæta. Báðir gerðu
þeir það að aðalatriði máls síns, að nauðsynlegt væri að
stofnaður yrði íslenzkur her hið bráðasta. Hermann rök-
studdi nauðsyn þessa með því, að íslenzka ríkið ráði ekki
yfir nægu valdi í baráttunni við verkalýðssamtökin og
nefndi til síðasta verkfall sem dæmi. Hlutverk hersins skal
því fyrst og fremst vera að heyja stéttastríð, láta til sín
taka í verkföllum og öðrum meiriháttar átökum milli stétta.
Ennfremur taldi ráðherrann æskilegt að herinn tæki að
mestu við hlutverki erlenda hersins, þegar stundir liðu
fram. Bjarni lagði hinsvegar aðaláherzlu á að herinn skyldi
vera ,,varnarher“ í væntanlegri styrjöld Islendinga við
aðrar þjóðir.
Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar af vörum þeirra
manna, sem gerst mega vita. I ráði er að stofna stéttarher,
er gegna skal því tvíþætta hlutverki að berjast gegn ís-
lenzku þjóðinni sjálfri og heyja styrjöld gegn þeim þjóðum,
sem ríkisstjórn Islands hefur kosið sér að óvinum. Að
sjálfsögðu verður slíkur her undir amerískri yfirstjórn.
Sú er ástæðan til þess að ráðherrunum er svona brátt í
brók að gefa þessar upplýsingar rétt fyrir kosningar, að
Bandaríkin reka hart á eftir. Marshallgjafirnar eru nú
þrotnar, en í stað þess eiga hin amerísku leppríki að taka
við fjárframlögum til herbúnaðar, til þess að undirbúa
fyrirhugaða bandaríska árásarstyrjöld í löndum sínum.
Úr þvi að bandalagsþjóðirnar vilja ekki lengur kaupa fisk,
er rikisstjórn okkar áf jáð að selja þeim þá einu vöru, sem