Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 9
RÉTTUR
201
„Við hér kærum okkur ekki um að íslenzkir dragi meiri
fisk en við höfum gagn af. Þegar við getum aftur haft
stríð við þá svensku skulu þeir f á meira snæri; og meira að
segja aungla“ — sagði etasráðið 1 „Islandsklukkunni“.
Á þeim tímum varð þjóð vor að láta sér nægja að „þreyja
þorrann og góuna“, að „lifa á lífsvonunum“, eins og Step-
han G. lætur móður sína orða það.
★
„Etasráðin“ á íslandi nú tala að vísu íslenzku ennþá,
en þau hugsa á ameríska vísu.
En þjóðin á nú þau samtök, sem hún átti ekki fyrr. Hún
á verkalýðssamtök 25 þúsund vinnandi karla og kvenna,
sem í vetur sýndu valdhöfum landsins með vetrarverkfallinu
mikla, hvar það afl er, sem ræður á íslandi, ef það beitir
sér jafn einarðlega á stjórnmálasviðinu, eins og það beitti
sér, er 20 þúsund manns stóðu í 3 vikna verkfalli til að knýja
afturhaldið til undanláts. Og hún á Sósíalistaflokkinn, sem
leitt hefur hana áður út úr ógöngum afturhaldsins, til
sjálfstæðisbaráttu og nýsköpunar og mun gera það enn.