Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 29
RÉTTUR
221
verkamanna. Stjórn hins nýstofnaða gerfifélags í Þingeyj-
arsýslu leit þó öðruvísi á málið, því hún horfði með vel-
þóknun á það, að meðlimiun þess félags væri smalað til
vinnu í stað Akureyringanna. Formaður Verkamannafélags
Akureyrarkaupstaðar fór þáuaustur, en tókst ekki að koma
vitinu fyrir formann gerfifélagsins. Daginn eftir fór hann
aftur austur og með honum 20 menn og voru þeir stað-
ráðnir í að hindra verkfallsbrotin. Þegar gerfifélagsmenn
sáu alvöruna og þeim barst einnig skeyti frá stjórn Al-
þýðusambandsins með þeim fyrirmælum um að hætta
vinnu, tóku þeir þann kostinn að láta imdan. Áður höfðu
þeir þó ekki sinnt fyrirmælum Alþýðusambandsins í þessa
átt. Þetta atvik við Laxá sýnir hve mikil hætta getur
stafað af þessum svokölluðu ,,verkalýðsfélögum“ í sveit-
unum, sem mynduð eru af mönnrnn, er ekki hafa sömu
stéttaaðstöðu og raunverulegir verkamenn og hafa allt
aðrar hugmyndir en þeir um stéttarsamtök. Félög þessi eru
yfirleitt ekki mynduð til að berjast við atvinnurekendur mn
kaup og kjör, heldur við verkamenn bæja og þorpa um
atvinnu við ýmsar framkvæmdir.
Allmikill eltingaleikur varð í sambandi við tilraunir til
að flytja suður á bílum mjólk og iðnaðarvarning. Tókst
þetta með 1 eða 2 bíla í fyrstu en síðan varð það fyrir-
byggt með öllu. Einn morguninn stöðvuðu verkfallsmenn
áætlunarbílinn til Reykjavíkur, sem var að leggja af stað
með shkan varning meðferðis. Þótt ekki verði fleira talið,
mátti segja að verkfallsstjórnin hefði nóg að gera. Og
leysti hún þau störf af höndum með ágætum.
Eins og áður er sagt hafði Iðja ekki sagt upp samningum
og var því ekki aðili í deilunni. En henni bárust eins og
öðrum félögum hér tilmæli frá Alþýðusambandinu um sam-
úðaraðgerðir. Fundur í félaginu, sem haldinn var 3. des.
felldi að gera samúðarverkfall. Urðu það verkamönnum
mikil vonbrigði. Verður það að teljast miður farið, að Iðja
skyldi ekki bera gæfu til að verða öðrum félögum sam-