Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 58
250
RETTUR
þó náðst miklu meiri sigur og mun meiri kjarabætur fyrir
verkamenn.
Þing Alþýðusambandsins.
Samfylking þríflokkanna lagði mikla áherzlu á þrennt í
kosningum til Alþýðusambandsþings: Að ná meirihluta í
fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík og að ná %
hlutum fulltrúanna á þingi sambandsins til þess að geta
breytt lögum þess í því skyni að skerða lýðræðið enn meira
en orðið er. Hvorugt tókst, og svipur þingsins varð allur
annar en til var stofnað. Sameiningarmenn fengu hreinan
meirihluta í fulltrúaráðinu í Reykjavík og höfðu nú miklu
fleiri fulltrúa en á síðasta þingi.
Eins og vænta mátti undu þríflokkarnir ekki þessum
úrslitum. I skyndi voru stofnuð ný félög í Reykjavík, lög-
leg kosning gerð ógild í félögum, þar sem sameiningar-
menn urðu í meirihluta, en ólögleg kosning tekin gild í
öðrum. Þá lagði sambandsstjórn til að nokkrir fulltrúar
Dagsbrúnar yrðu ekki teknir gildir, og Verzlunarmanna-
félagið í Reykjavík, þar sem heildsalar eru alls ráðandi, var
látið sækja um upptöku í Alþýðusambandið. Þá skildi
brottrekstur Iðju í Reykjavík staðfestur af þinginu. Þetta
síðasta tókst, en hitt ekki að útiloka fulltrúa Dagsbrúnar né
heldur að fá Verzlunarmannafélagið tekið upp í sambandið.
Margar góðar tillögur voru samþykktar á þinginu. Meðal
annars var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við
kröfur verkalýðsfélaganna í hinni miklu kjaradeilu og
að veita samfylkingu þeirra alla aðstoð. Þá var samþykkt
skorinorð ályktun gegn stefnu ríkisstjómarinnar og heitið
á alþýðu manna að veita flokkum hennar ekki brautargengi
í komandi kosningum. Bak við þessar samþyktir stóð þorri
þingfulltrúa, enda þótt þeir flokkar, sem styðja stefnu
ríkisstjórnarinnar, leynt eða Ijóst, teldu sig hafa öruggan
meirihluta á þinginu.
Þegar stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja-