Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 38
230
RETTUR
er byggist allt stjórnarkerfið í borgaralegum ríkjum á misrétti
kynþátta og þjóða, á kynþáttakúgun, á hagnýtingu þjóðernislegra
hleypidóma til að ala á misklíð og óvináttu þjóða á milli. Nú sem
stendur er kynþátta- og þjóðakúgun sérstaklega illkynjuð í tveim
löndum — Bandaríkjum Norður-Ameríku og Sambandsríkinu Suð-
ur-Afríku.
Kommúnistaflokkurinn og ríkisstjórn Sovétríkjanna hafa stað-
fastlega fylgt stefnu Leníns og Stalíns í þjóðernamálinu, því hafa
þau, auk þess að hefja allt atvinnulíf Sovétríkjanna á hátt stig,
tryggt það að þróunin væri hröðust í lýðveldum þeirra þjóða,
sem dregizt höfðu aftur úr í atvinnumálum. Þetta hefir komið því
til leiðar að útrýmt hefir verið því efnahagslega og menningar-
lega misræmi milli þjóða Sovétríkjanna, sem tekið var að erfðum
frá fyrri tímum og þetta er án nokkurs efa eitt mesta afrek stefnu
Sovétríkjanna í þjóðernamálinu.
Ég gæti fært fram ýmsar áhrifamiklar staðreyndir til að sýna
þau afrek, sem unnin hafa verið í þróun sovétlýðveldanna, en
ég ætla að láta mér örfá dæmi nægja.
Meðan framkvæmd fimm ára áætlana Stalíns stóð yfir, var
reistur frá grunni í sovétlýðveldunum málmiðnaður, olíuiðnaður
og efnaiðnaður, voldug raforkuver voru reist og sömuleiðis land-
búnaðarvélaverksmiðjur, dráttarvélasmiðjur, bílasmiðjur, sements-
verksmiðjur, stóreflis vefnaðarverksmiðjur og matvælaverksmiðj-
ur og fjöldi annarra iðnfyrirtækja.
Það er staðreynd, að iðnaði, og þá einkum stóriðnaði, fleygði
hraðar fram í lýðveldum hinna einstöku þjóðerna en í Sovétríkj-
unum í heild. Þetta sést af dæmi um austlægu sovétlýðveldin —
Úsbekistan, Kasakstan, Kirgisistan, Túrkmenistan og Tajikistan,
Frá árinu 1928 til ársins 1951 tuttugu og tvöfaldast framleiðsla stór-
iðnaðar þessara lýðvelda, en á sama tíma sextánfaldast hún í Sov-
étríkjunum öllum.
Eins og kunnugt er var fyrir ekki svo löngu síðan lítill munur á
iðnþróuninni í austrænum landamærahéruðum Rússlands keisar-
anna og nágrannaríkjum þeirra svo sem Tyrklandi, Iran og Afgan-
istan. Á valdatíma sovétstjórnarinnar komust lýðveldin í Mið-Asíu
fljótlega fram úr þeim Austurlöndum, sem liggja að Sovétríkjunum,
og eru nú orðin óralangt á undan þeim. Ef sovétlýðveldin, sem
ég hef nefnt, eru borin saman við nokkur Austurlanda á svo þýð-
ingarmiklu sviði iðnþróunar sem raforkuframleiðsla er, kemur í
ljós að í sovétlýðveldunum fimm — Úsbekistan, Kasakstan, Kirg-
isistan, Túrkmenistan og Tajikistan — þar sem samtals búa 17
milljónir manna, er framleidd þrisvar sinnum meiri raforka en