Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 23
215
RÉTTUR
manni, sem fellur í vatn. Mennimir á bekkjunum skiptu
ekki máli lengur, hann sá aðeins Svein, rautt andlitið, tann-
beran munninn og ljóst yfirskeggið, og heyrði orð hans,
sem honum sveið undan eins og kinnhesti. — Sveinn tók
sér málhvíld. Jói leit af honum andartak út yfir salinn,
þar sem fólkið sat og starði á Svein. — Trúði það því?
hugsaði hann. — Trúði það þessu um hana Skjöldu mína ?
spurði hann sjálfan sig. ■— Það má ekki trúa því! — Jói stóð
upp og talaði:
„Ég er hissa á þér, Sveinn, að tala svona um hana Skjöldu
mina. Ég hefði aldrei trúað því að þú færir að níða svona
saklausa skepnuna, og það frammi fyrir þessum f jölmenna
fundi. Þú veizt það sjálfur að Skjalda var afbragðs kýr,
þó hún hafi aldrei komizt í mjög háa nyt, en hún stóð held-
ur aldrei geld lengur en mánuð og varla það. Það er ósatt
hjá þér að hún hafi fengið doða eftir hvem burð, það
kom aðeins einu sinni fyrir, og hún var í alla staði bezti
gripur. Hún var borin fyrir mánuði þegar ég lét hana, svo
það er engin goðgá þótt hún væri kálflaus. Verðið held ég
að hafi verið sanngjarnt, enda veit ég til þess, að þú seldir
sjálfur Skúla í Nesi um sama leit kú, sem var sízt betri
gripur og tveim vetrum eldri, fyrir þó nokkuð hærra verð.
Skúli getur vottað það, því hann er hér staddur, að hann
kom til mín nokkru síðar og sagðist hafa dauðséð eftir
kaupunum þegar hann frétti að ég hefði selt Skjöldu, og
kvaðst mundi hafa keypt hana af mér fyrir 100 kr. hærra
verð en ég seldi hana, hefði hann vitað í tíma að ég vildi
selja hana. Og Skúli þekkir kýr eins og hver annar. — Ég
ætla ekki að fara að halda neina ræðu, en ég má til að
segja það, Sveinn, að ef þú getur ekki haldið á málum okk-
ar bænda án þess að níðast á saklausum skepnunum, þá
ættir þú heldur að halda þig heima á Gauksmýri og sinna
búi þínu, svo þú þurfir ekki að draga horfallnar beljur í
mógrafirnar og dysja þar, eins og hérna um árið, snjóa-
veturinn, þegar þú settir á í vitleysu og týmdir ekki að