Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 24
216
RÉTTUR
skera hrútana af. Þér ferst annað betur en að tala um
kýr. Og ég segi fyrir mig, að ég skammast mín fyrir mál-
flutning þinn, og það veit ég að allir bændur sem hér eru
staddir munu gera. Það hefði verið skárra ef þú hefðir sent
hann bola þinn hingað á fundinn, heldur vildi ég hann fyrir
talsmann en þig“.
Það kom skyndilega kökkur í hálsinn á Jóa, svo hann
þagnaði. Hann sárlangaði til að segja meira, en honum varð
allt í einu ljóst að hann var að brjóta fundarreglur með
framhleypni sinni, og settist, móður af æsingi og óstyrkur
í hnjánum. Þá dundi lófatakið irm salinn. Jói leit í kringum
sig forviða, og sá að sessunautar hans og margir víðsvegar
um salinn klöppuðu allt hvað af tók, ýmsir hrópuðu ,,Heyr“
og einhverjir stöppuðu í gólfið. Það var slegið þéttingsfast
á öxl hans svo hann leit við. Ungur rauðbirkinn sjómaður
kinkaði til hans kolli og brosti. „Þarna tókstu hann fallega,
þann gamla. Sá átti fyrir þvi,“ sagði hann uppörfandi.
Klappið og stappið dvínaði og Jói fann móðinn renna af
sér. Honum fannst heitt inni og þröngt um sig, svo hann
stóð upp og gekk út til að kæla sig. Hann heyrði að Sveinn
var byrjaður að tala á ný, en það heyrðist illa til hans fyrir
ókyrrð, og svo virtist, sem hann talaði ekki fullum rómi.
Úti var svalt sumarkvöld, snarpur vindur af hafi og skýj-
að. — Jói renndi augunum út á sjóinn og síðan um kamb-
inn, þar sem hús sjómannanna stóðu, gömul hús, skekkt og
veðruð, sum aðeins litlir skúrar og klæddir rifnum tjöru-
pappa. I mölinni milli húsanna stóðu tómar fisktrönur og í
fjörunni nokkrar gamlar skektur og skipsjullur, sumar á
hvolfi, og í gömlum uppskipunarbát voru börn í skipaleik.
Jóa létti í skapi við svalann og skyndilega rann upp fyrir
honum óvæntur skilningur á því, sem gerzt hafði. Hann,
Jói í Dalskoti, hafði gert uppreisn gegn Sveini á Gauks-
mýri, „Gauksmýrar-afturhaldinu". — Auðvitað! Sveinn
var ekki fulltrúi smábænda, leiguliða. Hann var fulltrúi