Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 48
240
RETT UR
á nítjánda þinginu, er að Sovétríkin hafa öðlazt einstæðan mátt og
alþjóða virðingu. Við áunnum okkur þetta með iðnvæðingarstefn-
unni, sem breytti landi okkar úr landbúnaðarlandi í háþróað iðn-
aðarland; með samyrkjustefnunni, sem breytti landbúnaði okkar
í vélvæddan stórrekstur, hinn háþróaðasta í heimi; með því að
framfylgja sleitulaust stefnu Leníns og Stalíns í málum þjóð-
ernanna, sem skóp óbifandi einingu og vináttu þjóða Sovétríkj-
anna; með stöðugri framkvæmd utanríkisstefnu Stalíns, sem hefur
það markmið að tryggja frið þjóða í milli.
Hagur og menning þjóða okkar hafa blómgazt.
Sagan sýnir að þau 35 ár, sem sovétstjórnin hefur verið við
lýði, hefur landi okkar farið eins mikið fram á iðnaðarsviðinu og
auðvaldslöndunum á mörgum öldum. Síðan sovétstjórnin komst
á hefur iðnframleiðsla Sovétríkjanna aukizt um 3800%. Það tók
Bretland 162 ár (1790 til 1951) að ná slíkri aukningu og í Frakk-
landi jókst framleiðslan síðastliðin 90 ár um einungis 450%. Hvað
Bandaríkin snertir jókst iðnframleiðsla þeirra síðastliðin 35 ár
um einungis 160%.
Ríki sósíalismans tókst að ná þessum árangri á svo tiltölulega
skömmum tíma vegna þess að sovétskipulagið skapaði einstæð
skilyrði til hraðrar efnahags- og menningarþróunar í Sovétríkj-
unum, vegna þess að barátta þjóðar okkar fyrir sósíalisma var
háð undir forystu kommúnistaflokksins, sem veit hvert förinni er
heitið og óttast enga erfiðleika. (Langvinnt lófatak).
Leiðin til sigurs sósíalismans í landi okkar var ekki greiðfær.
Á þeirri leið mættum við mörgum hindrunum og erfiðleikum
bæði utanaðkomandi og innanfrá. En flokkur okkar var alltaf við
öllu búinn og tókst að vinna bug á þessum farartálmum. Nú
þegar okkar bíða þau miklu og flóknu verkefni, sem tengd eru
uppbyggingu kommúnismans, verður flokkur okkar, flokkurinn
sem veitir sovétríkinu leiðsögn, að búast við erfiðleikum og vera
þess fullbúinn að stjórna starfi þjóðar okkar að því að vinna
bug á þeim. Við erum sannfærð um að flokkur okkar, sem Lenín
og Stalín sköpuðu og þjálfuðu, mun eins og endranær reynast
vaxinn þeim miklu verkefnum sem bíða hans. (Lófatak).
Ásamt hinum mikla Lenín byggði og efldi félagi Stalín flokk
okkar, hafði forystu fyrir áhlaupi verkalýðs Rússlands á auðvalds-
skipulagið í október 1917 og byggði upp fyrsta sósíalistiska ríkið
í veröldinni. Meira en aldarfjórðungi eftir lát hins mikla Leníns
er félagi Stalín í fararbroddi flokks okkar og þjóðar eftir ókann-
aðri leið til nýs, kommúnistisks mannlífs. Við hvern nýjan áfanga
á þessari leið hervæðir félagi Stalín flokk okkar fræðikenningu,