Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 42

Réttur - 01.01.1963, Page 42
PRÓFESSOR PAUL A. BARAN: Nokkrar hugleiðingar um veigamikið ágreiningsmál I ílalskt, róttækt tímarit Nuovi Argomenti, sem gefið er út af Alberto Moravia og Alberto Carocci, gekkst fyrir greinasafni um 22. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, í samráð'i við út- gáfufyrirtækið Einaudi. Sú grein, sem hér birtist í lauslegri þýðingu, var rituð til þátttökn í þeim umræðum. Það er ætíð gagnlegt að kynnast hugmyndum manna um þetta vandamál án tilits til eigin skoðana. Höfundur greinarinnar, Paul A. Baran, er bandarískur prófessor í hagfræði og hefur m. a. ritað bókina The Political Economy oj Growth. Greinin birtist í maíhefti ár- gangsins 1962 af hinu ameríska, sósíalistíska tímariti Monthly Review, an independent socialist magazine, sem gefið er út í New York af Leo Huberman og Paul M. Sweezy og áður hefur verið sagt frá í Rétti.] Kjarninn í þeim viðfangsefnum sem 22. flokksþing Kommúnista- flokks Sovétríkjanna setti á dagskrá virðist mér vera þessi, í sem fæstum orðum: Mun hið formlega og óræka fráhvarf og algera for- dæming á öllum þvingunum, ofbeldisverkum og kreddufestu, sem var áberandi einkenni fyrir völd Stalíns, hafa í för með sér jafn algera stefnubeytingu í framkvæmd sósíalismans frá því er var undir hans leiðsögu? Þótt allir sósíalistar, að því er ég bezt veit — bæði til bægri og vinstri, í Sovétríkjunum og Ítalíu, í Kína og Frakklandi — viður- kenni fráhvarfið nauðsynlegt og æskilegt, þá eru í mörgum löndum engar þær hliðstæður sem mæli með stefnubreytingu í framkvæmd sósíalismans. Þeir hægri — „endurskoðunarsinnar“ eins og þeir eru nú kallaðir — notfæra sér þessa almennu fordæmingu á óhæfu- verkum Stalíns til þess að krefjast meiri og minni gagngerðra af- neitana á megniatriðum þeirrar stjórnarstefnu sem er tengd nafni

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.