Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 61

Réttur - 01.01.1963, Page 61
R É T T U R 61 um auðmagnssamsteypur á árunum 1957 til 1962. Helmingurinn af þeim var milli vestur-þýzks og fransks auðmagns. Þessi samruni auðmagns einokunarhringa beggja landanna er undirstaða hernaðar- og stjórnmálabandalags Frakklands og Vestur- Þýzkalands. Adenauer og de Gaulle eru bara pólitískir framkvæmd- arstjórar þessa auðvaldssamruna. Og auðvald Vestur-Þýzkalands vonast lil að liafa þar undirtökin, hið sama auðvald, sem áður beitti fyrir sig Vilhjálmi keisara og síðan Adolf Hitler í tilraunum sín- um til að brjóta Evrópu og heiminn undir sig. Og voldugustu aðilj- ar þess auðvalds eru enn Krupp, „fallbyssuættin" alræmda, og IGF, efnahringurinn voldugi, sem m. a. lét í té eiturgasið til að drepa Gyðinga og andkomnrúnista með í útrýmingarbúðum nasismans. — Og það eru til menn á Islandi, sem segja að í þessum félagsskap eigi Island heima vegna „menningar- og erfðatengsla“. Du Bois 95 óra. 23. febrúar 1963 varð William Du Bois 95 ára. Hann er einn frægasti vísindanraður bandarískur af negrakynstofni, fæddur 23. febrúar 1868 í USA. Langafi Itans var frá strönd Vestur-Afríku, seldur mannsali af Hollendingum. Du Bois stundaði nám við há- skóla fyrir negra. Síðan tók hann próf við Harvard-háskólann og var svo tvö ár í háskólanum í Berlín. En 27 ára negri gat enga stöðu fengið í Bandaríkjunum, þótt lrann væri magister í listum. Hann tók upp barátluna fyrir jafnrétti kynstofnanna. Hann hefur ritað leikrit og skáldsögur og vísindalegar ritgerðir um Afríku, einkum sögu þeirrar heimsálfu. Du Bois er í stjórn heimsfriðarhreyfingarinnar og fékk 1959 heimsfriðarverðlaunin. — Nú býr hann í Ghana og stjórnar þar Encyclopaedia Africana (afrískri alfræðibók) og tók nýlega þá á- kvörðun að setjast þar að og gerast ríkisborgari í Gliana.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.