Réttur


Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 3

Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 3
Samfylklng láknar signr. Eftip Þorvaid Þórarinsson. 20. júní n.k. verður gengið til alþingiskosninga. Þá verður kosið milli hinnar róttæku umbótastefnu, í landsmálum annarsvegar og kyrrstöðu og braskara- stefnu íhaldsins hinsvegar. Milli lýðræðis hins vinn- andi fólks og fasisma auðmannaklíkunnar í Reykja- vík. Við skulum nú stuttlega fylgja ferli helztu flokk- anna, og athuga horfurnar í kosningunum. í full sex ár hefir Kommúnistaflokkurinn sleitu- laust unnið að því, að vekja alþýðu íslands til vit- undar um rétt hennar, og safna henni saman til bar- áttu fyrir hagsmunum líðandi stundar og komandi tíðar. Flokkurinn hefir talað í hana kjark, foringjar hans og málgögn hafa léð henni lið og rök í barátt- unni. Alþýðan og Kommúnistaflokkurinn hafa með sameiginlegum átökum unnið margan sigur, og haldið úr einum áfangastað til annars, stundum hægt — en alltaf á réttri leið. Flokkurinn hefir safnað undir merki sitt flestum bezt menntuðu og ósérhlífnustu verklýðsforingjum Is- lands og unnið mikið fræslustarf um sósíalisma og verklýðsstarfsemi fyi'ir alþýðuna innan flokksins og utan. Undir forustu Kommúnistaflokksins sigruðu verka- menn í Reykjavík í atvinnuleysisbaráttu sinni 7. júlí 1932. Undir forustu hans brutu þeir á bak aftur hina alræmdu kauplækkunartilraun bæjarstjórnaríhalds- ins 9. nóv. sama ár. Undir öruggri forustu og hand- leiðslu flokksins unnu bifreiðarstjórarnir sinn fræga sigur á olíuhringunum. Það var Kommúnistaflokkur- 83

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.