Réttur


Réttur - 01.05.1937, Síða 8

Réttur - 01.05.1937, Síða 8
var þá gripið til þess óyndisúrræðis að reyna að þagga hana niður með því, að hóta talsmönnum fólksins brottrekstri úr flokknum, og það, sem verra var, að efna það. En þegar það hafði enn gagnstæð áhrif beygðu foringjarnir sig loks fyrir vilja fólksins og tóku nú upp í stefnuskrána á Alþýðusambandsþingi s.l. haust hin gleymdu loforð og hinar nýju kröfur. Sam- fylkingu beggja verklýðsflokkanna, eina ráðinu, sem tryggt gat framkvæmd starfsskrárinnar, var þó erm hafnað. Nú voru málin tekin fyrir á Alþingi. En þá strand- aði uppgjör Kveldúlfs og nýskipun Landsbankastjórn- arinnar á fulltrúum, sem Landsbankaklíkan hafði eignast í foringjaliði Framsóknarflokksins. Og þess- vegna er nú þing rofið og gengið til nýrra kosninga. Framsóknarflokkui'inn hóf göngu sína sem mjög frjálslyndur og róttækur umbótaflokkur. Og því má aldrei gleyma, að hann vann um skeið stói’virki í því að afhjúpa sukk og fjármálahneyksli íslandsbanka- stjóranna og Ihaldsins í heild, og hreinsaði að ýmsu leyti allvel til. En sú ógæfa henti flokkinn að nokkrir afturhaldsseggir hlutu of mikil völd og ítök innan hans, og áður en varði stóð flokkurinn og allur lands- lýður frammi fyrir þeirri staðreynd, að fjármálaspill- ingu Ihaldsins hafði ekki verið útrýmt, heldur hafði hún aðeins flutt miðstöð sína úr íslandsbanka inn í Landsbanka Islands og á stjórnai'skrifstofur H.f. Kveldúlfs í Reykjavík. Hvernig átti nú flokkurinn að mæta hinu nýja við- hoi’fi? Eins og kunnugt er, urðu snörp átök innan flokksins, og lauk með því, að sumir af afturhaidsfor- ingjunum hrökkluðust úr flokknum og mynduð vara-_ lið Iháldsins fyi’ir kosningar 1934, og gerðu kosn- ingabandalag við íhaldið og samning um stjórnar- myndun, — svo sigurvissir voru þeir. — Allir vita nú, að Framsóknai'flokkurinn vann hinn glæsilegasta 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.