Réttur


Réttur - 01.05.1937, Síða 15

Réttur - 01.05.1937, Síða 15
værar æsingaræður og hafði í heitingum við guð og menn. Sölvi hélt sig auðvitað inni á ihinu litla verkstæði meðan á þessum hamförum stóð, en það var samt ekkert fagnaðarefni að búast við því á hverri stundu, að skríllinn velti sér inn í búðina og hefði á brott með sér allar klukkurnar og skrautið í kassanum með glerlokinu, en berði hann sjálfan og Odd, meistara hans, til óbóta, eða dræpi þá. Hann hafði oft heyrt og ef til vill lesið eitthyað um íhinn óbundna kraft múgsins, sem gat orðið orsök mikillar eyðileggingar, ef honum var ekki haldið í skefjum og stjórnað vit- urlega. Hann rámaði eitthvað í klukkusteypun, sem einhver frægur maður hafði sagt frá, þar sem lýst 'var hinum hroðalegu hamförum, sem eldurinn og eim- yrjan íhlutu að fara, ef þeim væri ekki stjórnað af hinni vísu hendi klukkusteyparans. Sá voði, sem vofði yfir honum þennan dag, fylgdi honum til sængur og hélt fyrir honum vöku langt fram á nótt, því hann bjóst við því, að þessir vargar, sem gengu um göt- urnar og foymæltu öllum, sem eitthvað áttu, um há- bjartan daginn, mundu nota skjól næturinnar til þess að framkvæma hótanir sínar og ræna og rupla. Hann áræddi ekki að tala um kvíða sinn við hús- bónda sinn og meistara, Odd úrsmið, en hann sá á honum, að hann var ekki síður óttasleginn en hann sjálfur, þó hann grúfði sig yfir sundurtekið sigur- verkið með kíkinn fastklemmdan inn í annað augað og þættist ekkert vita hvað um væri að vera. Sölvi sá, að aðgerðin gekk ekkert hjá Oddi, hann sat bara og glápti á innvolsið úr úrinu, eins og hann hefði aldrei séð slíkt furðuverk fyrr; en hreyfði hann hend- urnar, mátti sjá að þær skulfu. Þeir þögðu báðir eins og menn fyrir rétti, sem hræddir eru um að dóm- arinn sannfærist um sekt þeirra ef hann heyrir mál- róm þeirra. Hræðslan og skelfingin við fyrsta maí fór þó 95

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.