Réttur


Réttur - 01.05.1937, Side 17

Réttur - 01.05.1937, Side 17
viðhorf Sölva breyttist enn einu sinni, því hann fann það — eða kannski Oddur hafi fundið það, því hann las Morgunblaðið fyrst — að þarna voru einmitt á ferðinni klukkusteypararnir, sem áttu að hafa vald yfir eldinum og eimyrjunni og nota þennan kraft mannkyninu til blessunar. Og nú vonaði Sölvi — eða kannski Oddur ihafi orðað það fyrst — að þessir þjóð- ernissinnar (eins og þessi nýi hópur kallaði sig^ tækju að sér hlutverk lögreglunnar og berðu á þess- um rauðfánalýð og tvístruðu honum burt af götum borgarinnar (meðan þeir úrsmiðirnir sætu inni á verk- stæðinu og gættu klukkna sinna, sem aldrei gengu í takt, og djásnsins í kassanum með glerlokinu). Það mátti líta á þessi ýmsu viðhorf Sölva úrsmiðs til fyrsta maí eins og þróun, og því var það óskiljan- legt öllum, sem ekki vissu hin huldu rök athæfis hans, að hann skyldi mitt í þróuninni kollsteypa sér út í hringiðu vitleysunnar og fara sjálfur að taka þátt í kröfugöngu — verkalýðsins. Þessi athöfn átti sér í raun og veru langa sögu, þó það væri hulið jafnvel Söiva sjálfum. Þrátt fyrir hans yfirlýstu skoðanir á þessu heimskulega brölti skrílsins og bjánalegu heimtufrekju, höfðu þessar lýðæsingar laumað sæði sínu inn í hug hans. Þar hafði það, að honum óafvitandi, legið og stækkað eins og ambra í hval, unz sá tími kom, að áhrifanna varð ekki leng- ur leynt og uppreisnin brauzt út. Það er ekki ólíklegt, að það kunni að íinnast menn, sem ekki hefði tekizt að stjórna skapi sínu eins lengi og Sölvi hafði gert, ef þeir hefðu átt við hans kjör að búa. En hitt er jafnlíklegt, að þessi örlagaríka útrás tilfinninga hans muni að mestu leyti vera að kenna áhrifum frá kröfugöngum fyrsta maí, þó ekki skuli algerlega gengið á snið við þann möguleika, að nið- urbæld kynhvöt hafi róið undir uppreisninni. Þó er ekki hægt í því sambandi, að benda á neina kven- veru, sem eggjað hafi hann til þessa fangaráðs. 97

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.