Réttur


Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 18

Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 18
Sölvi úrsmiður var ekki neinn unglingur, þegar þetta gerðist, hann var nefnilega kominn yfir fertugt. En aðstaða hans í atvinnugrein hans var enn full- komlega unglingsins eða lærlingsins, því hann hafði ekki það kaup hjá húsbónda sínum og meistara, Oddi úrsmið, sem talizt gat samboðið fullnuma sveini. Hann hafði sem sé ekkert kaup. Þega,r hann réðist til námsins, var talið að hann væri eitthvað í ætt við Odd, og hafði það ekki breytzt síðan. Þeir litu í upp- hafi báðir svo á (Oddur þó kannski fyrst og fremst) að Sölvi væri þarna að ganga í skóla mikiliar listar, þar sem tilsögnin væri ómetanleg. Sakir fátæktar Sölva var aldrei minnst á það, að hann borgaði með sér, heldur hefði hjá Oddi það sem hann þyrfti til lífsviðurværis, en svo hafði Oddur, svo sem lítils- háttar þóknun fyrir þægilegheitin, aldrei minnst á það einu orði, að Sölvi væri búinn að ljúka náminu, eða að honum bæri ákveðið kaup. Atvinnuferill hans, um allan þennan árafjölda, hafði því verið algerlega hugsjónalegur. Og enn þann dag í dag fékk hann ein föt á ári hjá Oddi meistara og eina til tvenna skó, auk smágjafa við hefðbundin tækifæri. Vasapeninga fór hann heldur ,ekki alveg á mis, en ekki voru þær tekjur svo reglubundnar, að þorandi 'væri að leggja þær til grundvallar áhættu- sömum framkvæmdum. Hann hafði ekkert herbergi út af fyrir sig, en svaf á harmonikkubedda í einu horni verkstæðisins. Oddur svaf í herbergi þar inn af. Fæði þeirra var skrínukostur. Fyrst Sölvi hafði sætt sig við þessi þrengsli, ein- angrun og féleysi öll þessi ár, og enginn kvenvera hafði tælt hann til hugleiðinga um stofnun heimilis og svo framvegis, má fyllilega gera ráð fyrir því, að hann hefði unað glaður við sitt áfram, kannski með þann óráðna draum fyrir augum, að setjast í sæti Odds að honum látnum, ef áhrifin frá kröfugöng- unum fyrsta maí og æsingaræðurnar (þær hafði hann 98

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.