Réttur


Réttur - 01.05.1937, Side 23

Réttur - 01.05.1937, Side 23
Nauðiyn vinitri bandalags. Eftir Halldór Kiljan Laxness. Vinstripólitík er alþýðupólitík. Vinstripólitík er mismunandi mikið sósíalistisk, en æfinlega sú pólitík sem styður hagsmuni almennings, og þá fyrst og fremst hinna eignalausu, gagnvart eignastéttunum, sérréttindastéttunum. Vinstri flokkarnir aðhyllast misjafnlega sterkt viðnám gegn sjálfteknu valdi sér- stéttanna; sumir vilja rétta sérstéttunum höndina í von um samvinnu, aðrir vilja aðeins rétta þeim litla fing- urinn í von um að hafa þá góða, aðrir vilja ekki hafa samkomulag við þá um neitt, heldur líta á þær sem ósættanlegan óvin almennings, erkióvin hins eigna- lausa manns, þar sem enginn samkomulagsgrundvöll- ur sé hugsanlegur. Sumir vilja aðeins draga úr hinu sjálftekna valdi sérstéttanna, og gera það sem hættu- minnst almenningi, aðrir vilja leggja allskonar hönrl- ur, eftirlit og fjötra á vald sérstéttanna og takmarka frelsi þeirra til athafna, enn aðrir vilja afnema sér- stéttirnar með öllu og fjarlægja alla hagræna mögu- leika þess, að slíkar stéttir geti skapazt. Hvað sem vinstri flokkunum ber á milli, ber þeim þó saman í því aðalatriði, að þeir séu verndarar hins venjulega manns, almennings, alþýðu, hins vinnandi fólks, hinna fátæku. í þjóðfélag; sem hefir lögleitt almennan kosninga- rétt byggist pólitískt vald sérstéttanna ekki sízt á því að nógu margir menn séu til, sem trúa blint á þeirra forsjá og vilja allt til vinna að vald þeirra og sérrétt- indi mætti vera sem mest og haldast sem lengst. Með- an nóg er til af fólki sem stendur á því upplýsingar- stígi að vilja lifa og starfa og berjast í þágu hinna ríku og kjósa þeirra málsvara og umboðsmenn til op- 103

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.