Réttur


Réttur - 01.05.1937, Side 24

Réttur - 01.05.1937, Side 24
inberrar ráðamennsku, þá þurfa sérstéttirnar ekki aS ugga um völd sín, þá er hægri pólitíkin í algleymingi. Hægri pólitík hefir það markmið að finna sem hentug- astar leiðir til að hagnýta almenning í þágu hinna ríku og gera þeim kleifþ að græða sem mest á honum eins og fénaði. Verkamenn eru þá t. d. ýmist látnir'vinna fyrir sérstéttirnar eða vera atvinnulausir, eftir því sem verkast vill, og eftir því hvað mestur ágóði er að, eða minnst tap er í fyrir sérstéttirnar á hverjum tíma. Við vinstri kjósendur höfum það sameiginlegt, aS við erum öll andvíg þeirri pólitík sem er til hagnaðar fyrir þá ríku. Við viljum ekki hægripólitík. Við vilj- um pólitík sem sé miðuð við hagsmuni almennings. Við krefjumst þess að þeir fulltrúar sem við höfum kosið fyrir okkur, reki vinstripólitík. Fjarri fer því að við séum blind á ýmsar veilur og villur í starfsemi vinstri flokkanna, við vitum vel að þarna gerði þessi flokkur skakkt, það hefir kannski verið okkar eigin flokkur, í hitt skiptið gerði hinn flokkurinn skakkt, og svo framvegis. En þrátt fyrir þetta kemur okkur öllum saman um eitt: það er ekki til svo aum vinstri- pólitík að hún sé ekki betri en hægripólitík. Það er þetta sem vinstri flokkarnir eiga við með hinu sam- eiginlega einkunnarorði sínu hér á íslandi, sem svo hljóðar: Allt er betra en íhaldið. í Frakklandi hafa vinstriflokkarnir einnig sameiginlegt einkunnarorð, það er kannski ennþá betra en einkunnarorð okkar, og hljóðar þannig: Enga óvini til vinstri. Sem stendur eru einkafyrirtæki sérstéttanna í mjög slæmri aðstöðu. Samvinnufélög og neytenda hafa dregið til sín mjög ríflegan hundraðshluta af innan- landsverzluninni úr höndum þeirra sem áður tóku sér sjálfsvald til að gera dreifingu almennranauðsynja að einkaféþúfu. Á atvinnusviðinu er ástandið enn í- skyggilegra fyrir einkareksturinn. Stórútgerðin er á gjaldþrotabarmi og útgerðarmennirnir í raun réttri 104

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.