Réttur


Réttur - 01.05.1937, Page 25

Réttur - 01.05.1937, Page 25
á hreppnum. Þessvegna leggur stórútgerðin áherzlu á að ná aðstöðu til að sölsa undir sig sem mestu af rekstrarfé þjóðbankans og koma töpum feilspekú- lantanna yfir á almenning. Þetta er sú hægri pólitík sem rekin er í svipinn. Það er mikill munur á hegðun gjaldþrota auðvalds og auðvalds sem stendur með blóma. Við skulum taka enska auðvaldið til samanburðar við eymdarauðvald- ið íslenzka. Enska auðvaldið hefir enn sterka aðstöðu til að vaxta fjármagn sitt, sérstéttirnar eiga enn stuðning sinn ýmist í heimsverzluninni eða eignar- haldinu á auðlindum jarðarinnar. Meðan vinstri pólit- íkinni hefir ekki tekizt að hnekkja þessum yfirráðum, heldur brezki einkaauðurinn og brezka íhaldið áfram að vera sterkt og rólegt meginafl og almenningur skynlítill búpeningur þess. Meðan enska auðvaldið er nógu sterkt og enskur almenningur nógu sljór, þá getur það leyft tiltölulega mikið borgaralegt frelsi. Þessu er mjög ólíkt farið í löpdum eins og hér á ís- landi, þar sem sérstéttirnar hafa ekki lengur óskorað vaJd yfir verzluninni né fjármagninu, en reka fyrir- tæki sín með tapi. Það er eðlilegt að spyrja: Hvað er það þá sem forðar slíku hnignandi auðvaldi, eða rétt- ara sagt slíkum uppiskropp.a sérstéttum frá algerðri tortírúingu? Auður slíkra sérstétta er aðeins græðgin og valdahungrið. Til þess að ná aftur þeim völdum sem þær hafa misst á hagsmunasviðinu, ríður þeim á að geta kostað nógu mikið til að telja um fyrir al- menningi, og tryggja sér hin pólitísku yfirráð yfir honum, eins og þeim tókst í Þýzkalandi, þegar þær efldu Hitler til höfðingja meðan vinstri flokkarnir stóðu í stríði innbyrðis. Og þegar gjaldþrota íhald hef- ir náð hinu pólitíska valdi með einhverri þjóð, þá er því nauðugur einn kostur að stjórna með ofbeldi, terror. Þetta er fasisminn. Það er ekkert afl á jörðinni, að náttúrusköðum og pest ekki undanskildum, hættu- 105

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.