Réttur


Réttur - 01.05.1937, Page 28

Réttur - 01.05.1937, Page 28
við stefnuskrá allra vinstriflokka. Nú hefir sú tilhög- un verið höfð um þennan atvinnuveg lengi, að hann hefir í raun réttri verið rekinn samkvæmt öfugri þjóð- nýtingu, hann hefir verið rekinn með fulltingi ís- lenzka ríkisbankans, en á nafni einstaklinga sem áttu ekkert í honum. Hvað er nú eðlilegra en það, að vinstriflokkur eins og Alþýðuflokkurinn komi fram með tillögu um, að úr því endilega eigi að reka þenn- an atvinnuveg á kostnað ríkisins, þá verði hann þó að minnsta kosti þjóðnýttur um leið. Eins og kunnugt er hafa foringjar hins vinstri- flokksins í þinginu svarað kröfu þessari neitandi og gætu legið skiljanlegar ástæður fyrir því í svipinn. Hitt hlýtur að koma kjósendum flokksins undarlega fyrir sjónir, að neitunin er alveg sérstaklega rökstudd með því að þessi vinstriflokkur, þ. e. Framsóknar- flokkurinn, telji sig í grundvallaratriðum andhverfan þjóðnýtingu. Með öðrum orðum, sérnýting stórútgerð- arinnar á ríkiskostnað er komin í gjaldþrot og Fram- sóknarflokkurinn tjáir sig andhverfan samnýtin'gu þessa atvinnuvegar. Maður hlýtur því að spyrja: Eiga íslendingar að leggja niður aðalatvinnuveg sinn, eiga þeir að hætta að veiða fisk á fiskimiðum sínum, sem eru auðugustu fiskimið í heimi, úr því sérnýtingar- stefnan er örþrota, en bannhelgi lögð við samnýtingu? Þetta svar Framsóknarforingjanna á þingi er þeim mun óskiljanlegra, sem þessi flokkur á einmitt allar vinsældir sínar því að þakka, að hann hefir barizt fyr- ir hagkvæmri þjóðnýtingarstefnu á sem flestum svið- um innan þjóðfélagsins. Eitt fyrsta stefnumál hans, og“ það mál sem hefir aflað honum mestra verðskuldana, er baráttan gegn sérnýtingu á vörudreifingunni, bar- áttan fyrir þjóðnýttri verzlun, samvinnuverzlun. Aulc þess hefir Framsóknarflokkurinn allra flokka drengi- legast stuðlað að þjóðnýtingu á samgöngutækjum, menntastofnunum og útvarpi, að ógleymdum ýmsum 108

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.