Réttur


Réttur - 01.05.1937, Side 32

Réttur - 01.05.1937, Side 32
L’lioniviie statue. Eftir Bertolt Brecht. Þessa dagana sér maður í víðsjá kvikmyndahús- anna myndir af ítölskum sjálfboðaliðum sem eru að leggja af stað í hergöngu, og dagblöðin flytja til- kynningar um fórnfýsi þeirra smáu. Þegar eg sé þess- ar myndir og les þessar tilkynningar, þá stendur mér aftur fyrir hugskotssjónum merkileg mynd sem eg sá fyrir mörgum árum: dátinn í La Ciotat. í litla suðurfranska hafnarbænum La Ciotat sáum við einu sinni margskonar alþýðuskemmtanir á mark- aði, sem haldinn var um leið og herskipi var hleypt af stokkunum. Innan um hringekjur og skiparólur, sýningarskála þar sem maður gat fengið að sjá tví- höfðaða kálfa og aðra vanskapninga og grúska í eftirmynd af Yolcohama eftir að hún eyddist af jarð- skjálftunum, sáum við mitt á opinberu torginu stand- mynd úr eir af hermanni úr franska hernum, og var þar mikil mannþyrping í kring. Við gengum nær og komumst þá að raun um að þetta var lifandi maður, sem stóð þarna á steinstöpli í steikjandi júnísólinni, hreyfingarlaus, í moldbrúnni kápu, með stálhjálm á höfði, byssusting á armi. Það var málað með brons- lit yfir hendur hans og andlit. Það hreyfðist enginn vöðvi í líkama hans, hann deplaði ekki einu sinni augunum. Að fótum hans var pappaspjald reist upp að stall- anum, og þar var áletraður þessi texti: L’homme statue (Líkansmaðurinn) Eg, Cíharles Louis Franchard, hermaður í . .tu herdeild öðlaðist vegna yfirþyrminga við Verdun þann óvenjulega hæfileika að geta þraukað hreyf- ingarlaus og hagað mér eins og standmynd tímum saman. Þessi list mín hefir verið rannsökuð af 112

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.