Réttur - 01.05.1937, Síða 33
mörgum prófessorum og þeir hafa skilgreint hana
sem óskýranlegan sjúkdóm. Gerið svo vel að víkja
lítilli gjöf að atvinnulausum fjölskylduföður.
Við litum í kring um okkur á aðra áhorfendur.
Þeim virtist vera svona hér um bil sama. Hvorki
undrun né hluttekning var sýnileg á þeim. Þeir virt-
ust ekki vera snortnir af þessari sýningu. Aðeins fá-
ir létu að óskum listamannsins um litla gjöf. Við köst-
uðum smápeningi í skálina sem stóð við stallann,
hristum höfuðið og fórum.
Sem sagt, hugsuðum við, þarna stendur hann
með alvæpni, hinn óupprætanlegi hermaður margra
árþúsunda, maðurinn sem hafður var að verkfæri
til að skapa veraldarsöguna, hann sem gerði mögu-
legar allar hinar frægu dáðir Alexanders, Cesars og
Napóleons, sem vér lásum um í skólunum. Þarna er
hann. Hann deplar ekki einu sinni augunum. Þetta er
bogmaður Kýrusar, sigðvagnsekill Kambysesar sem
sandur eyðimerkurinnar gat ekki grafið tii fulls, legí-
ónari Cesars, lönsuriddari Chingis Chan, svissari
Loðvíks XIV. og grenadír Napóleons fyrsta. Hann er
gæddur þeim hæfileika, sem er að vísu ekki alltof
sjaldgæfur, að láta í engu sjást á sér þótt öll hugs-
anleg verkfæri tortímingarinnar séu prófuð á hon-
um. Tilfinningarlaus, eins og steinn, segist hann geta
þraukað eins lengi og vera skal, þótt hann sé send-
ur út í dauðann. Gagnstunginn lönsum ólíkustu tíma-
bila, ýmist úr steini, bronsi eða járni, knosaður undir
stríðsvögnum, stundum Artaxerxes, stundum Lud-
endorfs, troðinn undir fílum Hannibals og riddara-
hersveitum Attila, um aldaraðir sundurtættur af
fljúgandi málmstykkjum æ fullkomnari skotvopna, að
ógleymdri skothríð katapúltanna, sundurrifinn af
byssukúlum sem eru á stærð við dúfuegg, stundum
við býflugur, stendur hann ótortímanlegur alltaf á
nýjan leik, hlýðir skipun á fjölda tungumála, en
113