Réttur


Réttur - 01.05.1937, Page 34

Réttur - 01.05.1937, Page 34
alltaf án þess aS vita af hvaða ástæðum eða í hvaða tilgangi. Löndin sem hann vann eignaðist hann aldrei fremur en múrarinn húsið sem hann byggir. En hann stendur þarna méð dauðaregn flugvélanna og brenn- andi bik borgarmúranna yfir höfði sér, sprengjuna og fallgröfina við fætur sér, pest og gas umhverfis sig, holdi kiætt skotmark kastspjóts og örvar, gaskokkur og skriðdrekafífl, með óvininn fyrir framan sig, hers- höfðingjann fyrir aftansig! Óteljandihendur ófu stakk- inn hans, smíðuðu brynjuna hans, sniðu stígvélin hans. Ómælandi hávaði á öllum þjóðtungum heims sem hvöttu hann til sóknar! Enginn sá guð að hann hafi ekki blessað hann. Hann sem hefir verið slbg- inn hinni andstyggilegu líkþrá þolinmæðinnar, hol- aður innan af hinum ólæknandi sjúkdómi sljóleikans. Hann'talar sjálfur um þennan óskýranlega sjúkdóm, og hann er í raun og sannleika mjög erfiður skýr- ingar, prófessorum mun líklega ekki takast að skýra hann. Hvaða yfirþyrming er það eiginlega, sem hann á þennan sjúkdóm að þakka, þennan óttalega, óskap- lega og bráðsmitandi sjúkdóm? Hinir tvíhöfðuðu kálfar koma fyrir endrum og eins, en þeir gera ekki neinum mikla bölvun. Og það er sagt að gegn jarðskjálftunum séu stálbyggingar nú- tímans nokkurn veginn öruggar . . . Enn þann dag í dag, þótt mörg ár séu liðin síðan eg sá bronsdátann standa á torginu í La Ciotat, get eg ekki gleymt honum. Það skyldi þó ekki vera 'hægt að LÆKNA sjúkdóm hans? (Lausl. þýtt) H. K. 114

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.