Réttur


Réttur - 01.05.1937, Síða 37

Réttur - 01.05.1937, Síða 37
um viðbúnaði hans hér á landi, hversu hinn dýr- keypti menningararfur hennar, allt sem henni hefir verið, um aldaraðir, kærst og helgast, er í veði, — og leiða óbrjótanleg rök að því, að verndun og þróun þessara þjóðlegu verðmæta eru óumflýjanlega bund- in sigursæld alþýðunnar. Þeir benda alþýðunni á leið einingarinnar, sem hina öruggu leið til sigurs, og eggja íslenzka listamenn, menntamenn og millistétt- ir lögeggjan um að taka höndum saman við verka- lýðinn. I sumum þessara ritgerða er hinum rauða penna sveiflað af slíkum hvatleik, að oft virðast í senn sem mörg sverð séu á lofti, samfara þeirri hæfni og markvísi að ágætum sætir. Kem eg þá að kvæðun- um, þeim hluta bókarinnar sem eg hygg vera hennar veikari hlið. Vart tel eg mig hafa séð, í íslenzkum búningi, svo sanna, lifandi og ferlega táknmynd af vágesti menn- ingarinnar, fasismanum, samfara heitri ást á landinu, þjóðinni og andlegum verðmætum hennar, sem í kvæði Jóhannesar úr Kötlum „Tröllið á gluggan- um“. Óefað er kvæði þetta, innan sinna takmarka, eitt listfengasta verkið í bókinni, en hefir þann ókost að vera órímað. Við lestur kvæðanna í „Rauðum pennum“ verður ekki varizt þeirra heildaráhrifa, að eitthvað vanti til þess að bókin nái þeim fyllingu sem íslenzk al- þýða leitar að í nafni hennar, en það hygg eg vera: meira af kvæðum, íslenzk voröfl, stormur, sólfar, vorleysingar, jakaburður o. s. frv. — Barátta! Við þörfnumst ekki aðeins þeirrar listar, sem opn- ar augu vor fyrir því, hverju við höfum að tapa, hvað við þegar höfum misst, hve mikið vont getur versnað o. s. frv, — Listin verður líka að eiga sinn bátt í að lýsa okkur framlhjá hættunum og yfir þær. Hún á ekki aðeins að notast sem siðferðileg húðflett- ing óvinarins, vekjandi harm og ugg mannsins and- spænis dýrinu, heldur einnig sem afl og eldgjafi hans 117

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.