Réttur


Réttur - 01.05.1937, Síða 41

Réttur - 01.05.1937, Síða 41
voði ógnar Danmörku utan að, svo að fá smáríki eru þar hættara stödd. Þessi voði stafar sunnan frá Þýzka- landi. Það er alkunna, að hugur nazista. stendur til Suður-Jótlands og að þeir ætla sér að nota fyrsta tæki- færi, sem býðst, til að leggja það land un'dir Þýzka- land á ný. Þá er það og vitað, að þýzka herforingja- ráðið hefir tilbúna áætlun um skyndiárás á Danmörku í upphafi væntanlegrar styrjaldar, til þess að ná yfir- ráðum á siglingaleiðunum um dönsku sundin og þó líklega fyrst og fremst til þess að komast yfir mat- vælaauðlegð landsins og gera það að forðabúri þýzka hersins. Reynsla síðustu styrjaldar sýndi, að Þýzka- land megnaði ekki til langframa að veita landslýðn- um viðunanlegt viðurværi og fæða milljónaher, og þetta hefir ekki breytzt til verulegra muna síðan. Að vísu hafa Þjóðverjar að undanförnu lagt sérstakt kapp á framleiðslu uppbótarnæringarefna, með tilliti til komandi stríðs, en í fyrsta lagi geta þau aldrei komið að fullu í stað náttúruefnanna, og í öðru lagi hlýtur hin gífurlega verðmætaeyðsla næstu styrjaldar að setja matvælaframleiðslu Þjóðverja mjög þröng takmörk. Það er því lítill vafi á því, að árásin á Dan- mörk yrði eitt af fyrstu verkefnum þýzka hersins, ef til átaka kæmi, og að hún yrði framkvæmd í ákafleg- legasta skyndi og með fyllsta miskunnarleysi, til þess að allt yrði um garð gengið, áður en til dæmis Eng- lendingar gætu komið í veg fyrir hernámið. Með tilliti til þessa alls hlýtur ræða Staunings for- sætisráðherra að vekja sérstaka athygli, sú er hann hélt í Lundi fyrir nokkru, þar sem hann sagði, að hug- myndin um varnarbandalag Norðurlanda gegn fas- isma væri ekki annað en loftkastalar, sem orðið gætu til þess að særa fram nýjar hættur fyrir þessi lönd. Þessi hugmynd hefir nú samt sem áður unnið sér mik- ið fylgi um öll Norðurlönd, því að auðséð er, að Dan- mörk væri algerlega ósjálfbjarga gagnvart árás naz- istahersins, en hinsvegar er það staðreynd. að nazistar 121

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.