Réttur


Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 42

Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 42
reka undirróðurstarfsemi og njósnir í öðrum löndum Skandinavíu, einkum Norður-Noregi (sbr. „furðuflug- vélarnar“ og fleira). Auðvitað gætu jafnvel sameinuð Norðurlönd aldrei orðið hervald á borð við Þýzkaland. Slíkt varnar- bandalag gegn fasismanum yrði því, ef það ætti að ná tilgangi sínum að fullu, að tengjast bandalagi við önnur lýðræðisríki, og þá sérstaklega Sovétríkin, raunverulegasta lýðræðisríki heimsins. Á Finnlandi virðist vera vaknaður nokkur skilningur á þessu. Á það benda umræður, sem nýlega hafa farið fram milli finnskra og rússneskra stjórnmálamanna, og hefir þó finnskt stjórnarfar á undanförnum árum ekki haft orð á sér fyrir meira frjálslyndi en stjórnarfarið í Dam mörku. En hinn frjálslyndi forsætisráðherra Stauning vill ekki heyra neitt slíkt nefnt. Náið samband við Sovétríkin myndi sem sé gera það mjög erfitt að halda lífinu í kommúnistagrýlunni. Og fólkið myndi spyrja sem svo: Ef við getum gert varnarbandalag við Sov- étríkin, hví þá ekki líka samfylkingu við kommúnista? Samfylkingu við kommúnista — nei, heldur innrás af hálfu nazista! Eða hugsa þeir ef til vill öðru vísi hinir sósíaldemókratísku foráðamenn Danmerkur? Við skulum vona það, þrátt fyrir allt. Roosevelt og Hæstiréttur. Mikla athygli hefir vakið barátta sú, sem fram hefir farið undanfarið milli Roosevelts Bandaríkjafor- seta og Hæstaréttar Bandaríkjanna. Roosevelt, sem er borgaralegur framfaramaður, hefir með viðreisn- arlöggjöf sinni gert all-ákveðnar tilraunir til að koma til leiðar ýmsum framfaramálum og notið til þess fulltingis þingsins,.en margt af þessu hefir jafnharðan verið ónýtt af Hæstarétti, fulltrúa auðvaldsins og aft- urhaldsins í landinu. Hinum nafnkúnnu ,,níu öldung- um“ Hæstaréttar hefir tekizt að ógilda lög, er sett hafa verið af þinginu, með því að dæma þau ósam- 122

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.