Réttur


Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 47

Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 47
samtaka, hvarf heim við svo búið, án þess að 'fá nokkra úrlausn sinna mála. Jafnvel einn af aðalfor- ystumönnum II. Alþjóðasambandsins, Vandervelde, sem hingað til hefir staðið manna fastast gegn hvers konar samfylkingu við kommúnista, lýsti yfir því, að þessi ráðstefna í London væri dauðástuna II. Alþjóða- sambandsins. í London hefir hlutleysisráðstefnan setið að störfum undanfarna mánuði. Hún átti að tryggja hlutleysi þjóðanna í Spánarstyrjöldinni, en starf hennar var í rauninni óbeinn, en ákveðinn stuðningur við Franco, Hitler og Mussolini. Til þess að ráða bót á þessu, var kölluð saman í London ráðstefna hinna sósíaldemó- kratísku alþjóðasambanda. En hennar starf var að lýsa yfir því, að ekkert væri unnt að gera og að ekk- ert mætti gera, svo að ekki yrði stríð. Er þetta eitthvað annað en óbeinn, en ákveðinn stuðningur við Franco, Hitler og Mussolini? Hversu lengi ætlar verkalýður Vestur-Evrópu að hlíta forystu manna, sem reka slíka pólitík? B. Fr. 127

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.