Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 1

Réttur - 01.03.1941, Side 1
BÉTTUR XXVI. ÁRG. MARZ 1941 L HEFTI Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Afgreiðsla: Austurstræti 12, Reykjavík. Pós.thólf: 57. Árgangurinn kostar 5 kr. — Víkingsprent h/'f prentar. Halldór Kíljati Laxncss; Mannasíðír Merkur landi komst svo að orði nýlega i samkvæmi, þar sem talió barst að hinu þráláta rexi og pexi út- lendra hernaöaryfirvalda í okkur íslendingum, að „ef Bretar og Þjóðverjar þekktu íslenzkan hugsunarhátt, hlytu þeir óhjákvæmilega að fyllast slíku hatri á ís- lendingum, að þeir mundu taka höndum saman um að útrýma allri íslenzku þjóðinni, unz ekki stæði framar nokkur íslendingur uppi“. Gáfaður útlendingur, sem þekkti okkur vel og unni okkur góðs, kallaði íslendinga aristó-demókratiska þjóö, þaö er aðalborna alþýðuþjóð, alþýðufólk meö að- alshugsunarhætti, Þetta hugarfar er ekki til hjá þjóö- um, sem skiptast í lýð og aöal. Þessvegna eiga líka þjóðir eins og Bretar og Þjóðverjar einkennilega erf- itt að skilja okkur. Hinsvegar er tvennt í fari Breta og Þjóöverja, sem viö íslendingar eigum bágt aö skilja, og verkar andstyggilega á okkur, og espar okkur ó- sjálfrátt á móti þeim: annaö er þrælaháldsandi sá, hernaöarandinn, sem þjóð'ir þessar eru gagnsýrðar, en þessi lægstá tegund þrælahalds sem til er á jörð- inni, hermennskan, er einn höfuðþáttur í „menningu“ þeirra beggja; hitt er derringur yfirstéttarmanna 1

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.