Réttur - 01.03.1941, Qupperneq 2
gagnvart alþýðumönnum, tilhneiging eignamannsins
til aö setja sig á háan hest gagnvart hinum eigna-
lausa í daglegri umgengni. Þótt við íslendingar finn-
um margt gott og göfugt 1 framkomu þessara tveggja
þjóða, þá eru Bretar og Þjóöverjar okkur báöir jafn
hvimleiðir að þessu leyti. Viö hér á íslandi þekkjvun
að vísu vel mun á auðmönnum og alþýðu, kunnum
prýöilega aö greina á milli ríks og fátæks, en okkur
er frá öndveröu tamt aö líta þannig á — og það álit
á djúpar rætur í allr'i þjóöinni, fátækum og ríkum —
aö það sé smekklaust og andstyggilegt, ef ríkur mað-
ur kemur með hroka fram viö fátækan mann, eöa yf-
irstéttarmaður sýnir ekki alþýöumanni hina fyllstu
kurteisi, eins og jafningja sínum. Þetta helgast af því,
að hér hefur menntun ekki verið séreign hinna ríku,
eins og í Bretlandi og Þýzkalandi, heldur hefur æfin-
lega verið hér menntuð alþýöa. Á íslandi er fram-
koma ríkra manna álitin andstyggileg, ef hún fer í
bága við' þetta jafningjaboðorð í daglegri umgengni,
og ríkur maður, sem ekki sinnir þessu boöoröi er und-
irmálsmaður og auviröileg persóna í augum íslend-
inga, hverjar sem mannviröingar hans kunna að vera
aö öðru leyti.
Ríkir Englendingar, sem hafa veriö hér á ferö, sum-
ir laxveiðimenn, sumir skemmtiferöalangar, og hagaö
sér við alþýðu manna hér eins og þeir eru vanir aö
haga sér við alþýöu heima hjá sér, hafa æfinlega ver-
ið álitnir vitlausir á íslandi, og haföir að háöi og spotti.
Aftur á móti geta íslendingar ekki eignast betri vini
en menntaöa Englendinga, sem ekki þjást af yfirstétt-
armonti eöa hernaöarhroka, — þeir eru eitthvert
bezta fólk, sem hingað kemur, yfirlætislaust, viðmóts-
þýtt, góögjarnt, hæverskt og trygglynt viö vini sína,
og fyrir slíkt fólk eru íslendingar æfinlega reiðubún-
ir að brjóta sig 1 mola. Okkur finnst líka aðdáanlegt,
hvernig hinir brezku alþýðumenn, sem hér dvelja nú
2