Réttur - 01.03.1941, Page 4
hafa átt við okkur síðan í fyrra, vonandi sér til álíka
mikillar skapraunar og okkur.
Þaö eru ekki nema nokkrir dagar síöan blað eitt hér
í bænum, sem hefur a. m. k. ekki veriö sakaö um ótil-
látssemi við forstjórn innrásarhersins, þóttist tilknúið
að benda á hinn einkennlega mun á framkomu al-
mennra hermanna hér og foringjanna í hemum:
hinir almennu hermenn eru kurteisin sjálf, eins og
títt er um enskan almenning, en foringjarnir brjóta
einföldustu reglur í mannasiöum. Blaðiö nefnir sem
dæmi reykingar brezku foringjanna í strætisvögnum
okkar, og segir frá því, að nýlega hafi strætisvagn
veriö fullur af konum og börnum, auk nokkurra for-
ingja, sem reyktu og púuöu allt hvaö aftók. Ein kona
tók kjark í sig og vakti athygli foringjanna á því, að
reykingar væru bannaöar í strætisvögnum okkar, og
mælti við þá á ensku, en þeir svöruðu henni með því
einu aö glotta fyrirlitlega og kveikja í meiri sígarett-
um. Slíka fyrirlitningu getá yfirstéttarmenn óáfaliö
sýnt enskum lýö í sínu eigin heimalandi, en hér á
landi hefur almenningur aðrar hugmyndir um þessa
hluti en enskur lýöur.
Fyrst eftir hertökuna, þegar brezkir foringjar óku
meö íslenzkum bílstjórum, heimtuöu þeir oft áð ís-
lenzku bílstjórarnir stigju út úr bílunum, þegar þeir
námu staðar, opnuðu huröina fyrir þá og hneigöu sig
og tækju ofan fyrir þeim um leiö og þeir stigu út eöa
inn, en íslenzku bílstjóramir héldu að mennirnir væm
vitlausir og hlógu aö þeim. Engum íslenzkum bílstjóra
dettur í hug aö fara út úr bílnum og hneigja sig eöa
taka ofan fyrir farþegunum, þegar þeir stíga út eða
inn. Þegar svo bar við á veitingastööum utanbæjar,
aö fjórir Bretar komu, þrír fyrirliðar og hinn fjórði
óbreyttur, og fyrirliöamir báðu um aö veitingarnar
fyrir hinn óbreytta væru ekki aðeins bornar á annaö
borð en þeirra veitingar, heldur væri hann einnig lát-
4