Réttur


Réttur - 01.03.1941, Síða 11

Réttur - 01.03.1941, Síða 11
legar fyrir þá, sem ekki hafa átt kost á að fyigjast með tildrögum þeirra. En ef rakin er saga verkfalls- ins, sem Dagsbrún hóf 2. janúar, skýrist málið og skal þaö nú gert í sem stytztu máli. Það er ljót saga en lærdómsrík og mun seint fimast. Snemma í desember var haldinn fundur í Dagsbrún og samþykktar kröfur á hendur atvnnurekendum. Aðalatriði þeirra voru sem hér segir: 1. Kaupið hækki j fullu samræmi við dýrtíðina. 2. Vinnudagurinn verði styttur niður í 8 klukku- stundir á dag, en tímakaup hækki þannig aö dag- kaup haldist óbreytt. 3. Til viðbótar við þetta komi nokkur hækkun á grunnkaupi til þess að bæta upp það afhroð, sem verkamenn urðu að gjalda síðastliðið ár af völdum þvingunarlaganna. Auk þess var samþykkt að bera fram kröfur um nokkrar aðrar tilteknar kjarabæt- ur. Kröfur þessar voru samþykktar samhljóöa og urðu til fyrirmyndar fyrir flest önnur verklýðsfélög á land- inu. Munurinn var aðeins sá, að önnur verklýðsfélög tóku þær alvarlega, en af hálfu forustumanna Dags- brúnar var hér einungis um pólitísk loddarabrögð að ræða, eins og síðar kom á daginn. Á fundi þessum var kosin samninganefnd til að bera kröfurnar fram við atvinnurekendur. í nefndina var kosinn einn sósíalisti, en aðrir nefndarmenn fylgdu „línu” stjómarinnar. Samningar drógust mjög á langinn, og lögðu fylg- ismenn stjómarinnar mikla áherzlu á að halda þeim leyndum. Á nýársdag var loks boðað til félagsfundar og frá því skýrt að atvinnurekendur hefðu lagt fram úrslitatilboð á þá leið aö grunnkaup héldist óbreytt, en kaup hækkaði í samræmi við vísitöluútreikning hagstofmmar. Vísitala hagstofunnar hafði nýlega ver- ið birt og var öllum ljóst að hún var fjarri öllum 11

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.