Réttur


Réttur - 01.03.1941, Qupperneq 12

Réttur - 01.03.1941, Qupperneq 12
sanni. Fulltrúi sósíalista lagöi einn nefndarmanna á móti því að gengið væri að tilboði atvinnurekenda ó- breyttu. Hinir tvístigu allir, sögöu hvorki af eða á, en tíndu til öll rök, sem þeir fundu og að því hnigu aö rétt væri að ganga að tilboöinu. Reyndu þeir eink- um að hræða með brezka setuliðinu. Studdi Héðinn Valdimarsson mjög málstað þeirra, en hann hafði verið fenginn til að stjórna fundinum. Nokkru áður hafði brezka setuliðið gengið orðalaust að kröfum verkamanna á Eyrarbakka, sem fólu í sér talsvert hærra kaup, en atvinnurekendur vildu greiða í Reykjavík. Múrarar höfðu sett taxta, en samkvæmt honum skyldi kaup þeirra hækka allverulega. Brezka setuliðið hafði tilkynnt þeim aö þeir skyldu koma til vinnu 2. janúar. Var því auösætt að Bretar mundu greiöa þann taxta, sem upp yrði settur, nema þeir tækju upp á því að hefja verkbann til þess aö styðja íslenzka atvinnurekendur í deilu viö íslenzka verka- menn. Þótti mönnum þaö í litlu samræmi við marg- endurteknar yfirlýsingar þeirra um aö þeir væru í stríöi til aö „vernda lýöræðiö” og öll þeirra hátið- legu loforð um aö skipta sér ekki af innanlandsmál- um íslendinga. Meginþorri fundarins var á einu máli um þaö, aö ekki kæmi til mála aö ganga aö boðum atvinnurek- enda. Meö þorra atkvæöa var samþykktur nýr taxti, en samkvæmt honum skyldi vinnudagurinn stytt- ast um eina klukkustund og tímakaup hækka aö sama skapi upp í kr. 1,62. Við það skyldi svo bætast dýrtíöaruppbót samkvæmt útreikningi hagstofunnar. Enda þótt líkurnar fyrir auðunnum sigri hefðu aldrei veriö eins miklar og nú, var Dagsbrún þó illa stödd að einu leyti. Hún var stjórnlaus aö heita mátti og rytjumar, sem eftir voru af stjóminni, voru and- vígar verkfallinu. Fundurinn samþykkti því aö kjósá írmanna nefnd til aö stjórna verkfallinu ásamt stjórn- 12 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.