Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 14

Réttur - 01.03.1941, Page 14
gert vegna upplýsinga, sem brezka setuliðið hefði fengið um, að íslenzkir atvinnurekendur væru látn- ir greiða hærra kaup en Bretar og samkvæmt íslenzk- um lögum yrðu múrarasveinar að gera samning við Vinnuveitendafélag íslands. Með þessari játningu virðast tekin af öll tvímæli um það, að stjórn Vinnu- veitendafélagsins hefur gengiö á fund Breta og beð- ið þá um aðstoð gegn íslenzkum verkamönnum og logið að þeim í þokkabót. Margt hefur gerzt síðan 9. apríl í vor og það er vafamál hvort nokkurntíma hafa verið framin öllu alvarlegri landráð síöan ís- land byggöist. Eg vil taka það fram að svona gífur- leg ásökun er ekki sett fram hér nema að vel athug- uðu máli. í stormunum eftir áramótin lyftist tjald- skörin svo rækilega, að vel mátti sjá hvað var að gerast inni í helgidómnum, þar sem innlendir og er- lendir samsærismenn sitja við sama borð. Þar sem vitað var að vandlega var vakað yfir því að brezkir hermenn fengju ekki aö vita hið sanna, til þess að auðveldara væri aö nota þá sem verkfalls- brjóta, lá í augum uppi hver nauðsyn bar til aö skýra fyrir þeim rétta málavöxtu. Fjöldi verkamanna kom því að máli við Dagsbrúnarstjórnina og fór þess á leit að hún kæmi á framfæri í brezka hemum réttum upplýsingum um verkfallið. Hún sinnti þvi engu, eins og vænta mátti. Einn af beztu áhugamönnum í verk- fallinu, Eggert Þorbjarnarson, formaður Æskulýðs- fylkingarinnar, tók sig því til og samdi flugrit, á ensku, sem dreift var meðal hermannanna. í miða þessum var málstaöur verkamanna skýrður eftir því sein föng voru á í stuttu máli og hermennirnir hvattir til aö gerast ekki verkfallsbrjótar og þeim bent á, að það sé ekki skylda þeirra sem hermanna. Ennfrem- ur var lögð áherzla á að hrekja þau ósannindi að verk- fallinu væri á nokkurn hátt beint gegn hernaðarað- gerðum Breta hér á landi. 14

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.