Réttur - 01.03.1941, Blaðsíða 20
/
ari allar þær áróöurslygar, sem málgögn atvinnurek-
enda höföu tönglast á alla verkfallsdagana. Þaö fyrst,
að tilboö atvinnurekenda, sem fundurinn á nýjársdag
felldi, heföi orðið að samkomulagi milli samninga-
nefnda aðila, og 1 öðru iagi að verkamönnum hefðu
veriö gefnar rangar upplýsingar um afstöðu Breta til
verkfallsins. Áróður þessi var prentaður á kjörseðil-
inn og síöan var allsherjaratkvæöagreiðslan látin fara
fram, án þess að fundur væri haldinn. Um 140 bíl-
stjórar voru látnir greiða atkvæöi, enda þótt þeir ættu
þarna annarra hagsmuna aö gæta en aðrir Dagsbrún-
armenn. Auk þess greiddi atkvæöi fjöldi skrifstofu-
manna, framkvæmdastjóra og annarra slíkra, sem
ekki eiga atkvæðisrétt um kaup og kjör verkamanna.
samkvæmt lögum Dagsbrúnar. Meö öllum þessum lög-
leysum, og tilheyrandi áróðri og ofsóknum tókst að
fá tillögu sáttasemjara samþykkta meö 879 atkvæðum
gegn 808.
Þannig var verkfall Dagsbúrnar leitt til ósigurs.
Stjómarkosningar í verkalýðsfélögunum.
Stjórnarkosningar fara fram í verkalýösfélögunum
um þessar mundir og er þeim lokið í mörgum hinna
stærstu. — Þar sem róttækir verkamenn hafa verið í
stjórn og leitt verkföll félaganna til sigurs hafa þeir
verið endurkosnir með yfirgnæfandi meirihluta. Erf-
iðari er róðurinn þar sem fulltrúar atvinnurekenda
hafa komið ár sinni fyrir boró og hægt er aö koma
viö atvinnuofsóknum í stórum stíl gegn verkamönn-
um. í Sjómannafélagi Reykjavíkur er í rauninni ekki
um neina stjórnarkosningu að ræöa, þar sem lítill
hópur manna í landi ræöur því hverjir eru í kjöri.
Stjórnin í félaginu var því vitaskuld öll endurkosin,
en með áberandi fáum atkvæöum, og veröur ekki önn-
ur ályktun dregin af úrslitunum en sú, aö meirihluti
sjómanna sé henni andvígur. í Hafnarfiröi er ástand-
20