Réttur


Réttur - 01.03.1941, Síða 28

Réttur - 01.03.1941, Síða 28
inn fráleitt, að Bretar reyndu að semja viö ítalska fasismann, áður en svo væri komið, til þess að bjarga stjórnarfarinu og koma í veg fyrir þaö, að alþýðan tæki í sínar hendur völdin í landinu. En hvort af þessu tvennu, sem ofan á yrði, þá gæti það ekki bjargað ítalska fasismanum nema um sinn. Gjaldþrot hans mundi aðeins koma enn betur í ljós. Hvorugt mundi leysa vandamálin, heldur heröa á krepp unni og dýpka hana. Barátta þjóðarinnar fyr- ir friði, frelsi og sjálfstæði mundi fá nýjan byr, og henni mundi ekki ljúka fyrr en fullur s'igur væri unninn á fjendum fólksins. Bandaríkin á leið út í styrjöldina. Með hruni Frakklands fór styrjaldaráætlun brezku yfirstéttarinnar út um þúfur, en hún var í því fólgin að láta bandamennina á meginlandinu bera hita og þunga styrjaldarinnar við Þjóðverja, meðan Bretland væri að vígbúast til fulls með aðstoð Bandaríkjanna, og geta síðan komið með óvígan her og skakkað leik- inn, þröngvað Þjóðverjum til friðarsamninga og, ef til vildi, snúið styrjöldinni gegn Sovétríkjunum. Eftir að varnarkerfi bandamanna á meginlandinu var hrunið, skiptist brezka yfirstéttin í tvo meginhópa í afstöðunni til styrjaldarinnar. Annars vegar voru ,,Chamberlainsmennimir”, ,,Munchenmennirnir“, sem vildu fyrir alla muni semja við Þjóðverja og litu á það, frá stéttarsjónarmiöi sínu, sem heppilegustu lausn vandamálanna, þó að brezka heimsveldið hlýti að kaupa slíkan frið ákaflega dýru verði. Hins vegar voru ,,Churchillsmennirnir“, sem halda vildu styrjöldinni áfram, treystu á hjálp Bandaríkjanna og vonuðu, að Bretar fengju þraukaö, þar til sú hjálp væri orðin svo öflug, að þeir gætu farið að hefja sókn. En það er augljóst, að Bretar munu ekki heldur geta farið leið Churchills sér að kostnaðarlausu. 28

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.