Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 37

Réttur - 01.03.1941, Page 37
dyr og biðja um brauð. Ósjálfrátt kreppt’i hún hönd- ina, svo hún kenndi til naglanna gegnum hanzkann. — Ung stúlka, sem hún kannaðist við, gekk fram hjá. — Voða var hún búin að fá sér fallegan hatt. Hvemig var því annars varið með hana sjálfa? Hlaut ekki eitthvað að vera bogið við það, að hún, sem enn var á bezta aldri, skyldi lifa svona afskekkt og einangruö, fjarri gleöi lífsins? Hún, sem eitt sinn hafði verið svo hraust og blóðheit stúlka. En þetta voru víst örlög hennar. Eina ævintýrið hennar, eftir að hún varö ekkja, skildi eftir hjá henn'i ótrú á karl- mönmmum og á heiminum og öllum hans lystisemd- um. Líklega heföi hún samt getaö veriö hamingju- söm á sinn hátt, ef einkabarnið hennar hefði verið hraust. Nú orðiö átti hún ekki aðra ósk en þá, að geta látiö Tótu litlu líða vel, og að geta séð um hana af eigin ramleik. — Þaö var sú líftaug, sem enn hélt við þreki hennar og sjálfsvirðingu. Hún var komin á aðalgötu bæjarins, og hægði ganginn til þess að vera viss um að koma ekki of snemma. Hér voru allir prúöbúnir og öruggir að sjá. Hún varð líka að sýnast örug|‘, þegar á hólminn var komið. — Samt áttaði hún sig varla á því hvað hún var komin langt, fyrr en hún sá í horniö á stórhýs- inu þar sem Helgi Gunnlaugsson hafði verzlun sína og skrifstofur. — — — Hurðin á hinni björtu, rúmgóðu einka- skrifstofu féll aftur að baki henni, og hún stóð aug- liti til auglitis við mann, sem virtist vera fullkomn- asta prúðmenni fram í fingurgóma og ofan í tær. Hún hafði séð hann nokkrum sinnum áður og einu sinni talað við hann, en henni fannst hún aldrei hafa veitt hinni orðlögöu glæsimennsku hans fulla eftir- tekt fyrr. — Hann var ekki eiginlega fríður maður, en vöxtur hans, látbragö og klæðaburður, bros hans, m

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.