Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 52

Réttur - 01.03.1941, Page 52
Á þessum árum tekur hugur Engels að hneigjast aö stjórnmálum og verður þaö augljóst af fréttabréfum þeim, er birtust eftir hann í blaði einu í Hamborg, og hann nefnir „Briefe aus dem Wuppertal“. Þar lýsir Engels kjörum og aðbúð iðnverkamannanna í Elber- feld. Er lýsingin mjög dökk, en mun þó sízt hafa ver- ’ið um skör fram. Um sömu mundir byrjaði Engels þátttöku sína í bókmenntadeilum þeim, sem kenndar eru viö „das junge Deutschland“ og trúarbragðadeil- um nýhegelista. Eru ritsmíðar þessar dreifðar um blöð og tímarit og bréf til vina og kunningja. Haustið 1841 fer Engels í herþjónustu til Berlínar. Þar hófust per- sónuleg kynni við hina ungu, róttæku menntamenn landsins, svo sem Bruno Bauer, Max Stirner og Amold Ruge, er bám hæst merki nýhegelista og hlífðu hvorki guði né Prússa konungi við gagnrýni. Gerðist Engels vopnabróðir þeirra um hríð. Um þær mundir var hann nánast byltingasinnaður demókrat, og barð- ist ákaft gegn leifum lénsstjómarvaldsins, konungs- valdinu, aðli, trúarbrögðum og öðru afturhaldi. Bera greinar hans frá þessum árum af flestu er þeir félag- ar rituðu um ljósa hugsun og miskunnarlausa and- stöðu. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir Engels á þeim ámm var að steypa konungsvaldinu og reisa lýð- veldi á rústum, að fyrirmynd stjórnarbyltingarinn- ar frönsku. Eftir ársdvöl í Berlín, fór Engels aftur heim til föð- urhúsanna, og sama haust sendir faðir hans hann til Englands. í Manchester átti gamli maðurinn hlut í vefnaðarverksmiðju. Á leið sinni til Englands kom Engels við í Köln og þar bar fundum þeirra Karls Marx saman í fyrsta sinn. Féll lítt á með þeim, því að Marx var þá þegar orð'inn fráhverfur nýhegelist- unum í Berlín. Dvölin í Manchester, höfuðmiðstöð enska iðnaðar- ins, hafði hin gagngerðustu áhrif á Engels. Iðnaðar- 52

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.