Réttur


Réttur - 01.03.1941, Side 55

Réttur - 01.03.1941, Side 55
raunhæfar samkomulagsleiðir milli auðmanna og ör- eiga séu útilokaðar. Þó að Engels væri þá þegar kominn svo langt á bfaut byltingarsinnaðrar þjóðfélagsbaráttu, eimir enn eftir af ýmsum eldri skoðunum af borgaralegum uppruna. Enn er hann ekki aö fullu laus undan áhrif- um franskra hugsæissósíalista og jafnaöarsósíalisma þeim, er um þær mundir var uppi á teningnum í Þýzkalandi, einkum meðal handiðnaöarmanna. Kommúnismi Engels er enn að verulegu leyti reistur á heimspekilegum og siðfræðilegum grundvelli. Fyrst eftir heimkomuna til Barmen vann Engels aö útbreiðslustarfsemi meðal verkamanna í Rínarlönd- um og ritaði greinar í þýzk og ensk blöö. Áriö eftir, 1845, fór hann til Brussel á fund við Marx, er þar dvaldi, eftir að honum hafði verið vísað úr Frakkland. Á þessum árum má svo að orði komast, aö skoöanir þeirra hafi mótast að fullu um flest eða allt nema af- stööuna til hinna borgaralegu demókrata. Þar rituðu þeir Marx mikið rit, er þeir nefndu „Die deutsche Ideologie“. Má skoða þá bók sem lokauppgjör við borgaralegan radikalisma. En kenningar þeirra í sinni nýju mynd setti Marx fram um sama leyti í bókinni „Misére de la philosophie“. Á árunum eftir 1830 hljóp mikill vöxtur í iðnaðar- þróim Frakklands og héraðanna í Vestur-Þýzkalandi (Rínarbyggðum). Verkalýðsstéttin margfaldaðist að tölu, og þörfin fyrir samtök hennar aö sama skapi. Höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar í þá átt í báðum löndunum, en þær vantaði allan fræðilegan grund- völl og enduöu í fálmkenndu ráðaleysi eins og oft vill fara. Byltingaalda tók að rísa, þegar kom fram um 1840, og breiddist óöfluga út. Marx og Engels varð það brátt ljóst, að nauðsyn bar til þess að efla til pólitískra samtaka, einkum meöal Þjóðverja, til þess að ryðjá kommúnismanum braut, og árið 1846 tóku 55

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.