Réttur - 01.03.1941, Page 61
vegisland verkalýð'shreyfingarinnar. Undir forustu
þeirra Bebels og Liebknechts eldra urðu þýzku verka-
lýðsfélögin að stórveldi, sem átti engan sinn jafn-
ingja í sögu verkalýðshreyfingarinnar til þess tíma.
Marx og Engels fylgdust af miklum áhuga með vexti
þessarar hreyfingar, þó að þeir gagnrýndu hana oft
og í mikilvægum atriöum. Þó að þeir Bebel og Lieb-
knecht væru fylgismenn Marx og Engels, og hefðu
átt sæti í Alþjóðasambandinu, gætti marxismans
fremur lítið í verkalýðshreyfingu Þýzkalands um þær
mundir. Hún var runnin af rótum hins gamla verka-
mannaflokks Lassalles og sótti fræðilega stoð í kenn-
ingar hans, en jafnframt til franskra sósíalista
eða þýzku gerfisósíalistanna Rodbertus og Eugen
Duhrings. Gætti áhrifa Duhrings einkum mikið á
árunum næstu eftir 1870. Hann var smáborgari í húð
og hár, en bar fyrir sig sósíalistisk vígorð í mála-
flutningi sínum og var um tíma í allmiklum metum,
meðal þýzkra sósíalista. Fyrir tilmæli Bebels brá Eng-
els við og ritaði yfirlit yfir kenningar þeirra Marx,
og var bók sú jafnframt svar við kenningum Duhr-
ings. Kom bókin út 1878 og nefndist „Herm Eugen
Dúhrings Umwálzimg der Wissenschaft“. Mim það
vart leika á tveim tungum, að með bók þessari hafði
Engels lokið veigamesta riti sínu, enda er hún bezta
og yfirgripsmesta yfirlit, sem enn hefur verið skráð
um vísindalegan sósíalisma.
Marx var um þessar mundir kominn af fótum fram
og andaðist 14. marz 1883. Honum hafði aðeins enst
aldur til þess aö ganga að fullu frá fyrsta bindi höf-
uðrits síns „Das Kapital“. Aðrir hlutar bókarinnar
voru í molum og hvergi nærri prenthæfir. Eins og
vita mátti lenti það í hlutskipti Engels að ljúka verki
hans og búa það undir prentun. Varð Engels því enn
að hætta sínum eigin rannsóknum, um náttúrudía-
lektikina og sögu Þýzkalands, og hefjast handa um
61