Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 63

Réttur - 01.03.1941, Page 63
aö sinni og vildi slá henn'i á frest. Loks þegar skriður komst á málið, þótti Engels allar líkur benda til þess, að andstæðingar hins byltingasinnaða sósíal- isma næðu þar yfirtökum. Reri Engels aö því öllum árum að komið yrði í veg fyrir þetta tilræði við verka- lýðshreyfinguna, og sambandinu borgið yfir á grund- völl marxismans. Heppnaöist Engels að ná meirihluta á stofnþinginu í París 1889 og að tryggja hann enn betur á næsta þingi Alþjóðasambandsins í Briissel 1891. Engels gat þó ekki komið því við sjálfur að sitja hvorugt þessara þinga, en hann var gestur Alþjóða- sambandsins á þriðja þingi þess í Ziirich 1893. Þar flutti hann erindi á þremur tungumálum „um bar- áttu verkalýðsins á liðnum dögum og sigra hans í framtíðinni“. — „Þaö var eins og sólin hefði allt í einu brotist fram úr skýjabakka — og allur salurinn end- urómaði orðin sem hann endaði ræðu sína á og hann lauk Kommúnistaávarpinu meö endur fyrir löngu: „Öreigar í öllum löndum sámeinist“.“ Þannig segist belgiska sósíaldemókrataforingjanum Van der Velde frá þessu atviki, en hann sat þing þetta. Alþjóðasam- bandið hélt fast viö stefnuskrá marxismans, meðan Engels liföi, en hvarf frá henni í verulegum atriðum nokkru eftir dauða hans og hefur síðan haldið lengra áfram á þeirri braut. Ævistarfi Engels var nú lokiö. Opinber störf vann hann ekki framar á vettvangi verkalýðshreyfingar- innar, en hann hélt áfram að rita leiðbeiningar til vina sinna og annarra er leituöu ráða hans, meðan hann gat lesið skrifara sínum fyr'ir bréfsefni og bár hann hag verkalýðshreyfingarinnar og marxismans fyrir brjósti, meðan honum entist ráð og ræna. Engels andaðist að kveldi hins 5. ágúst 1895 úr krabbameini 1 hálsi. Ein af síðustu ráðstöfunum hans var að ánafna kosningasjóði Sósíaldemókrataflokks Þýzkalands 20,000 mörk af fé sínu. Aðrar eigur hans 63

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.