Réttur - 01.03.1941, Page 66
halda rannsóknunum áfram, en Engels að fást við'
verzlunarstarf og iðnrekstur. Þrátt fyrir það á Eng-
els meira af athugunum í „Das Kapital“ en nökkru
sinni fæst vitað með vissu. Bréfaskipti þeirra segja
aðeins frá litlum hluta þess. Hitt er vafalaust meira,
sem Engels hefur miðlaö þegar fundum þeirra bar
saman. En Engels varð að eyða beztu starfsárum sín-
um í Manchester fjarri allri vísindaiðju, og loks fóru
12 síðustu starfsár hans til þess að ljúka ritum Marx
og búa þau undir prentun. Spurning sú sem k^stað
var fram hér að framan er því svo óræð, sem mest
má vera, eitthvað sem hefði getað orðið. „Dialektik
der Natur“ svarar því bezt, að Engels var vísinda-
maður með afbrigðum, og er hún þó ófullgerð og í
brotum, en hún svarar ekki, hvort meira hefði áunn-
ist, ef Marx hefði orðið að leggja vísindarannsóknir
sínar á hilluna sökum fjárskorts. Engels var maður
hlédrægur. Hann mat málefni þeirra félaga meira
en frægð sína og orðstír. Skyldur hans við vin sinn
og baráttufélaga vom kröfuharðari en hans eigin
metnaður.
En eitt er víst, þó að við hinu fáist aldrei svar. Án
samvinnu hefðu þeir aldrei unnið jafnmikið verk,
aldrei lyft jafnþungum steini úr götu. Það svar verö-
um við að láta okkur nægja og megum vel við una.
66