Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 67

Réttur - 01.03.1941, Page 67
Nokkrar bækur Heiðaharmur, eftir Gunnar Gunnarsson. — Menningar- og fræðslusamband alþýðu, 1940. Bóndinn á Skriðuklaustri er í ónáð hjá Mennta- málaráði þessa lands. Það hefur t. d. í ár murkaö 1000 kr. ofan af heiðurslaunum þeim, sem formaður ráðs- ins gekkst fyrir að veita Gunnari Gunnarssyni, er hann fluttist heim og gerðist bóndi. Skáldheiður Gunnars átti víst á sama hátt að verða höfði styttri innan skamms, nema hann sýndi þá iðrun og yfirbót, sem hann er ólíklegur til. Torvelt mundi nú vera í sumum blöðum að koma að nema andúðarfullum um- sögnum um bækur hans. Bóndinn á Skriðuklaustri uppreisnarmaður! Þegnskapur og stéttvísi óháðs bónda og óbugandi skálds hefur knúiö hann til mótspyrnu gegn pólitískri ásælni. Hver gat búizt við öðra af manni með skap- styrk Gunnars Gunnarssonar? Ekki þarf aö rekja nánar orsakirnar að þessari heiðursskerðing Mennta- málaráös. Skáld væru ekki skáld, ef þau færu ekki eiginna ferða og gerðu uppreisnir, þegar þarf, gegn hvers konar hleypidómum borgaralegs þjóðfélags og vana- smekk lesenda. Heiðaharmur er einhver friðsamleg- asta sveitasaga, sem íslenzkt góðskáld hefur boöið les- endum, og jafnvel á guðspjöllum þykir galli, þegar enginn er í þeim bardaginn. Annar ágalli Heiðaharms mun verða talinn sá, aö sífellt eru vaktar vonir um ,,spennandi“ söguefni, sem æst gætu tilfinningasama unnendur harmleika, en þegar hið átakanlega, sem vonazt var eftir, gerist að lokum, segir höf. frá því eins og hversdagsfrétt og stelur þannig nautninni af venjulegum lesendum. Þriðji gallinn er, að flóttinn úr sveitinni, sem sagan lýsir hlífðarlítið og rétt, er hvorki 67

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.